Félagsbréf - 01.12.1960, Side 82

Félagsbréf - 01.12.1960, Side 82
FRÁ ALMENNA BÓKAFÉLAGINU Skáldverk Gunnars Gunnarssonar Eins og um er getið í síðasta hefti Félagsbréfa hefur Almenna bóka- félagið ákveðið að gefa út í samvinnu Við Helgafell öll skáldverk Gunnars Gunnarssonar í 7 bindum. Kom fyrsta bindi þessa mikla verks út núna fyrir jólin, en hin 6 bindin koma út á nœstu tveimur árum. — Otgáfunni verður hagað þannig: 1960: I. bindi Borgarcettin Ströndin 1961: II. bindi Vargur í véum Drengurinn Scelir eru einfaldir Konungssonur Aðventa III. bindi Skip heiðríkjunnar Nótt og draumur IV. bindi Óreyndur ferðalangur Vikivaki og Blindhús 1962: V. bindi Fóstbrœður Jörð Hvítikristur VI. bindi Jón Arason Grámann Svartfugl VII. bindi Heiðaharmur Sálumessa Brimhenda Ekki er unnt á þessu stigi að segja ákveðið hvað allt verkið muni kosta nákvœmlega, en óhcett er að fullyrða að það mun ekki farct yfir 2000.00 kr. í vönduðu bandi til félagsmanna. Hér er um mjög stórt verk að rœða samtals um 5000 bls. og hvert bindi því að meðal- tali 600 til 800 síður. Verð I. bindis til félagsmanna er ákveðið að kosti kr. 235.00 í bandi- öll bindin verða í eins bandi og útgáfan öll hin vandaðasta. Eyðublöð fyrir söfnun áskrifenda að Skáldverkum Gunnars Gunn- arssonar hafa verið send umboðsmönnum út um land, og œttu þe'r félagsmenn, sem œtla sér að eignast þau, að snúa sér til þeirra.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.