Félagsbréf - 01.03.1961, Page 21

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 21
STJARNAN O G SKUGGINN Stjarna blá, þú sem ert í fjarlœgð og eilífð, líttu til mín í húmi moldarinnar og sjá: ég er þinn. Ég girnist þig, því þú ert það, sem aldrei verður höndlað. Þrá mín til þín er hinn skapandi draumur duftsins, mikilleiki þess, sem er ekki neitt. Því þú ein ert, og ég er reikandi skugginn; ég á enga tilveru nema drauminn um þig. Stjarna tœr, þú sem ert ljós himinsins, líf mitt er vitundin um fegurð þína, ljómi þinn er scela mín og kvöl. Þú ein ert, og allt er til þín vegna. En án mín hyrfir þú sýn, því að ég, skugginn, hef skapað þig. Ljómi þinn er mín ástúð og tilbeiðsla mín hásœti þitt ofar öllum geimum. Ég er draumur þinn um það, sem ekki verður höndlað, og allt, sem lifir nœrist af okkar eilífu þrá.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.