Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 22

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 22
SIGURÐUR NORDAL: Litla stúlkan í apótekinu í desember s. 1. gaf Almenna bókafélagið út söngplötu með 35 islenzkum þjóðlögum sungnum af hinni víðkunnu söngkonu Engel Lund við undirleik dr. Ferdinands Rauters. Einnig fylgir plötunni nótnabók með þessum 35 lögum. í tilefni af því fórum vér fram á það við Sigurð Nordal, að hann leyfði oss að birta þessa frábærlega góðu grein um söngkonuna. Greinin hefur verið prentuð áður, í ársritinu Unga íslandi, sem Helgafell gaf út nokkrum sinnum fyrir rúmum áratug og mun í fárra höndum. — Ritstj. I. Seint í Fyrravetur*) KOM þjóðlagasöngkonati Engel Lund til íslands. Blöðin fluttu smágreinar um hana. Þar var sagt frá því, að hún væri dóttir danskra apótekarahjóna, sem hefðu verið í Reykjavík fyrir löngu, hefði alizt hér upp þangað til hún var ellefu ára gömul og talaði íslenzku. Nú væri hún orðin víða fræg utan lands og ætti heima í London. Á síðustu árum hafa- komið hingað svo margir frægir tónlistarmenn, að fólk er hætt' að þjóta upp til handa og fóta við þess konar heimsóknir. Sumir af þeim, sem mest sækja hljómleika, vilja heldur hlusta á hljóðfæraslátt en söng, og þeir eru til, sem finnst kvenfólki allt annað betur gefið en að reyna of mikið á röddina. Það var engu líkara en fólk grunaði, að þessi fröken Lund ætlaði að nota sér gamlan kunningsskap við Reykvíkinga til að ná sér í skildinga, af því að hún væri atvinnuláus. Þegar hún söng í fyrsta sinn suður í Trípólíleikhúsi, var líka ófærð og snjókoma. Það varð að smala talsverðu af áheyrendum saman í skyndingu, með því að senda þeim að- göngumiða ókeypis, svo að húsið yrði ckki hálftómt. *) Góðfúsir lesendur eru beðnir að hafa tvennt í huga um þessa grein. Hún er skriíuð og birt haustið 1947 og er hér prentuð alveg óbreytt, svo að allar tímaákvarðanir eru miðaðar við það ár. Og hún var samin fyrir tímarit handa unglingum. Þegar lesendur hennar eru ávarpaðir hér, er átt við lesendur Unga íslands, en ekki Félagshréfa. Mer datt ekki heldur i hug, þegar þetta var skrifað, að það ævintýri mundi gerast, sem nU er orðið: að allir Islendingar, sem eiga grammófón, gætu orðið þeirrar ánægju aðnjót- andi, að heyra Göggu syngja heima hjá sjálfum sér. — S. N.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.