Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 24

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 24
14 FÉLAGSBRÉF orð í málinu. Þetta gerir hún við hvert lag. Þessir formálar, svo stuttir og einfaldir sem þeir virðast vera, eru oft dálítil listaverk, svo að maður finnur stundum, að fólk er að því komið að klappa, áður en söngurinn byrjar. Og með þeim brúar hún alveg þá fjarlægð, sem er venjulega milli áheyrendanna niðri í salnum og listamannsins uppi á pallinum. Hún talar svo einlæglega við ykkur um það, sem hún ætlar að fara með, að þið eruð undir eins orðin henni kunnug. Og hún kann alveg undarlega að fá fólk til að hlusta vel. Fyrir mörgum árum heyrði ég hana til dæmis syngja í stærsta hljómleikasalnum í Kaupmannahöfn fyrir 1200 manns. Þá sagði hún meðal annars þetta, ósköp raunamædd á svipinn: „Nú ætla ég að syngja fyrir ykkur lítið danskt lag. Mér þykir svo leiðinlegt, að engum finnst það fallegt nema mér.“ Þegar hún var búin að syngja lagið, ætlaði klappið aldrei að hætta. Hver einasti áheyrandi vildi láta hana finna, að honum þætti lagið líka fallegt! H Gagga hefur ekki mjög mikla rödd, en fullkomið vald á að beita henni, eins og við á í hvert sinn. Hún getur sungið ljóðræn sönglög svo yndislega, að ég hef ekki heyrt neina af þeim söngkonum, sem einungis hugsa um að syngja fallega, gera það betur. Röddin er svo hrein og tær, söngurinn svo eðlilegur, að það er alveg eins og lagið syngi sig sjálft. Það getur verið ógleymanlegt. En yfirleitt er það svo með þjóðlögin hennar Göggu, að manni finnst þau fremur syngja hana en að hún syngi þau. Og þessi lög eru stundum ekki fyrst og fremst falleg, heldur einkennileg, skrítin eða stórkostleg, og meðferð textans er ekki minna atriði en meðferð lagsins. Ég er alveg viss um, að Gagga getur haldið áfram að ná tökum á áheyr- endum sínum og hrífa þá, þó að röddin f-ari að bila. Hún syngur þjóðlög frá mörgum löndum og alltaf á frummálinu. Hún hefur sungið á sautján tungumálum, og öllum kemur saman um, að hún beri þau mál, sem þeir þekkja, ágætlega fram. Hvert land og hvert tungumál á sér sín kvæði og lög með ólíkum blæ, svo að þegar hún fer að syngja frönsk lög næst á eftir þýzkum, Gyðingalög á eftir sænskum, lög frá Bandaríkjunum á eftir austurrískum o.s.frv., þá skiptir hún ekki einungis um tungumál, heldur um söngblæ og söngtækni og allan svip á meðferðinni. Hver skepna og hver manneskja syngur með sínu nefi. Maurinn á sér sína rödd, skortítan sína, fuglarnir í skóginum, ástfangin ung stúlka, gömul tannlaus kerling, hið léttasta gaman og ægilegasta vonzka. Þegar djöfullinn opnar dyrnar fyrir vesalings syndara og segir honum að „gera svo vel og ganga í bæinn,“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.