Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 29
félagsbréf 19 í landi.“ Gagga hefur aldrei verið nein beygja. En hún varð svo glöð, þegar hún heyrði aftur þetta hljóð frá Islandi, að hún varð að harka af sér að fara ekki að gráta. Þetta varð skemmtilegt sumar fyrir hana og hún rifjaði íslenzkuna talsvert u]ip, 'þó að margir vildu tala dönsku við hana. Þegar hún kom aftur til Danmerkur, byrjaði hún að læra að syngja. Hún var tíu ár við söngnám, fyrst í Höfn, síðan í París. Hún söng fyrst opin- berlega í Höfn 1926, og sama sumarið fór hún til Islands og söng í Nýja Bíó. Hún söng frönsk, þýzk, dönsk og íslenzk lög, ljómandi fallega og smekklega. En ekki datt mér þá í hug, að hún ætti eftir að verða ein af frægustu söngkonum, sem nú eru uppi. Haustið 1933 var ég í Stokkhiólmi og sá auglýst, að Engel Lund ætlaði að syngja. Ég gat ekki hlustað á hana fyrsta kvöldið, því að ég átti að kenna í háskólanum á sama tíma. En ég frétti á eftir, að aðsóknin hefði verið lítil, en þetta hefði þótt alveg sérstakt og áheyrendur verið mjög hrifnir. Næsta skipti gat ég verið viðstaddur. Gagga söng í stórum sal, og hann var þéttskipaður. Og þetta var ekki aðeins þroskaðri söngkona en hafði sungið í Reykjavík sjö árum áður, heldur alveg spánný listakona. Þegar ég eftir sönginn fór að heilsa upp á hana bak við sviðið, kom gamli Sven Scholander, frægasti vísnasöngvari Svía, þjótandi og faðmaði hana að sér. „Kæra, elskaða Gagga, þú ert óviðjafnanleg.“ „Já, nú er ég að minnsta kosti notalega hlý,“ sagði Gagga glettnislega. Hún var vitanlega í einu kófi eftir alla áreynsluna og hitann í salnum. Og nú þurfti ég að spyrja Göggu spjörunum úr, þegar ég gat talað við hana í næði, hvað á dagana hafði drifið og hvernig hún hefði tekið öll- um þessum breytingum. Og sagan af því er í stuttu máli svona. IV. Árið áður en Gagga lauk námi sínu í París, 1928, fékk hún söngvahefti eftir tvö frönsk tónskáld, Ravel og Milhaud, og í þeim voru meðal annars >,Gyðingalög“, sem henni fundust mjög sérkennileg. En þegar hún fór að syngja þau, var það erfitt og eins og eitthvað vantaði. Hún söng þau samt arið eftir í Þýzkalandi, vitanlega við franska texta, og þá kom til hennar áheyrandi, sem kunni eitt af lögunum, sem Milhaud hafði notað, eins og það var sungið meðal Gyðinga við texta á jiddisch, hinu einkennilega blendingsmáli, sem talað var í Gyðingahverfum í Austur-Evrópu. Nú fannst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.