Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 29
félagsbréf
19
í landi.“ Gagga hefur aldrei verið nein beygja. En hún varð svo glöð,
þegar hún heyrði aftur þetta hljóð frá Islandi, að hún varð að harka af
sér að fara ekki að gráta. Þetta varð skemmtilegt sumar fyrir hana og
hún rifjaði íslenzkuna talsvert u]ip, 'þó að margir vildu tala dönsku við
hana.
Þegar hún kom aftur til Danmerkur, byrjaði hún að læra að syngja. Hún
var tíu ár við söngnám, fyrst í Höfn, síðan í París. Hún söng fyrst opin-
berlega í Höfn 1926, og sama sumarið fór hún til Islands og söng í Nýja
Bíó. Hún söng frönsk, þýzk, dönsk og íslenzk lög, ljómandi fallega og
smekklega. En ekki datt mér þá í hug, að hún ætti eftir að verða ein af
frægustu söngkonum, sem nú eru uppi.
Haustið 1933 var ég í Stokkhiólmi og sá auglýst, að Engel Lund ætlaði
að syngja. Ég gat ekki hlustað á hana fyrsta kvöldið, því að ég átti að
kenna í háskólanum á sama tíma. En ég frétti á eftir, að aðsóknin hefði
verið lítil, en þetta hefði þótt alveg sérstakt og áheyrendur verið mjög
hrifnir. Næsta skipti gat ég verið viðstaddur. Gagga söng í stórum sal,
og hann var þéttskipaður. Og þetta var ekki aðeins þroskaðri söngkona en
hafði sungið í Reykjavík sjö árum áður, heldur alveg spánný listakona.
Þegar ég eftir sönginn fór að heilsa upp á hana bak við sviðið, kom gamli
Sven Scholander, frægasti vísnasöngvari Svía, þjótandi og faðmaði hana
að sér. „Kæra, elskaða Gagga, þú ert óviðjafnanleg.“ „Já, nú er ég að minnsta
kosti notalega hlý,“ sagði Gagga glettnislega. Hún var vitanlega í einu
kófi eftir alla áreynsluna og hitann í salnum.
Og nú þurfti ég að spyrja Göggu spjörunum úr, þegar ég gat talað við
hana í næði, hvað á dagana hafði drifið og hvernig hún hefði tekið öll-
um þessum breytingum. Og sagan af því er í stuttu máli svona.
IV.
Árið áður en Gagga lauk námi sínu í París, 1928, fékk hún söngvahefti
eftir tvö frönsk tónskáld, Ravel og Milhaud, og í þeim voru meðal annars
>,Gyðingalög“, sem henni fundust mjög sérkennileg. En þegar hún fór að
syngja þau, var það erfitt og eins og eitthvað vantaði. Hún söng þau samt
arið eftir í Þýzkalandi, vitanlega við franska texta, og þá kom til hennar
áheyrandi, sem kunni eitt af lögunum, sem Milhaud hafði notað, eins og
það var sungið meðal Gyðinga við texta á jiddisch, hinu einkennilega
blendingsmáli, sem talað var í Gyðingahverfum í Austur-Evrópu. Nú fannst