Félagsbréf - 01.03.1961, Page 32

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 32
22 FÉLAGSBRÉF og hún hafði haft að læra hana sem barn og sjaldan tækifæri að tala hana síðan. Það er almennt álitið að börn séu fljót að læra og fljót að gleyma. En við vitum, að fullorðnir Islendingar geta farið burt, verið innan um aðrar þjóðir tvö eða þrjú ár og komið aftur með meiri útlendan málhreim en Gagga. Einmitt þetta, tröllatryggðin við íslenzkuna, að eiga tvö móður- mál, hefur gert henni miklu auðveldara að læra önnur mál, gert heyrn hennar skarpari og tungutakið liprara. Hún elskar íslenzkuna og hefur alveg sérstakt yndi af að tala hana og syngja. Hún skrifaði einu sinni frá Danmörku: „Mér þykir svo leiðinlegt að fá ekki að tala íslenzku. Auðvitað veit ég, að ég tala dönskuna betur. En danskan fyllir ekki munninn. Það gerir ekkert mál nema íslenzkan.“ Og endurminningarnar um Island, hina dásamlegu náttúru þess, sem líkist engum löndum, um íslenzkt þjóðlíf og sérkenni þess, hafa aukið víðsýni hennar og skilning, svo að henni hefur orðið auðveldara að lifa sig inn í hugsunarhátt og tilfinningalíf annarra þjóða. VI. En nú á ég eftir að segja eitt, sem ég veit ekki, hvernig mér gengur að láta ykkur skilja. Þegar ég kalla Göggu „litlu stúlkuna í Apótekinu,“ á ég ekki við, að hún hafi einu sinni verið það, heldur að hún sé þa8 enn í dag. Þó að hún sé orðin fullorðin, svona stór og svona fræg, þá hefur hún alltaf líka haldið áfram að vera barn. Öll börn langar til að verða stór. Og auðvitað eiga þau öll að verða það, eiga að læra og þroskast og starfa. En þau mega ekki halda, að þetta sé alltaf eintóm framför. Þau missa stundum ótrúlega mikið, um leið og þau læra og eignast annað. Lítil börn eru að sumu leyti miklu vitrari en fullorðið fólk. Þau kunna að horfa á þessa undursamlegu veröld opnum og spurulum augum. Þau langar til að vita allt og skilja allt. Þau eru alvörugefin og hugsandi, þau kunna að undrast margt og dást að mörgu, sem öðrum finnst vera hvers- dagslegt, þau eru heil í gleði sinni og heil í sorg sinni. Þegar þau stækka, fara þau að herma eftir fullorðna fólkinu og eldri krökkum, fara að verða hégómleg, finnst það dásamlega verða ómerkilegt og það ómerkilega mikils virði. Þau fara að harka af sér, og síðan kemur smám saman skel utan a þau, svo að tilfinningarnar sljóvgast. Þau halda að vísu áfram að vera barna- leg, einföld og óþroskuð að sumu leyti, en hætta að vera bamsleg. Og það

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.