Félagsbréf - 01.03.1961, Page 34
24
FÉLAGSBRÉF
svali frá Esjunni, grænn ilmur frá gróandi túnum, hvítleitur sjávarniður
utan af Nesi og máttugur hljómur af íslenzkri tungu. Hún skildi barns-
hjarta sitt eftir í þessum heimi, og þar er það enn á vísum stað. Það er
fjöreggið hennar, sem ekkert getur grandað. Hún á enn barnslundina, sam-
hliða öllum sínum ríku gáfum, menntun og reynslu fullorðinsáranna. Hún
á gleði barnsins, svo að stundum getur manni fundizt, að það sé hennar
aðaleinkenni, hvað hún er fyndin og gamansöm og getur glaðzt af öllu,
sem er skemmtilegt. En hún á líka alvöru barnsins, hún er mikil trúkona
og ber djúpa lotningu fyrir undrum tilverunnar og mannlífsins. Og hún
er algjörlega laus við hégómaskap og uppgerð. Allt þetta hefur gert henni
auðvelt að skilja einlægustu, innstu og upprunalegustu tilfinningar óspilltrar
alþýðu í öllum löndum og túlka þær með ósvikinni list, þegar hún fer með
og talar um þjóðkvæðin og þjóðlögin. Þetta er leyndardómurinn, sem ég
hef viljað segja ykkur frá, um sigurfarir litlu stúlkunnar í Apótekinu.