Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 35

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 35
„Já vofan þekkist og viðbúnað hefur hún enn“ Nokkur orS til nytsamra sakleysingja í tilefni af sextugsafmœli Tómasar skálds Guðmundssonar frá Guðmundi Gíslasyni Hagalín 1. Jþað er síður en svo, að ég þurfi að stilla hugsanir mínar og tilfinningar inn á bylgjulengd neinnar afmælishrifni til að bera lof á manninn og skáldið Tómas Guðmundsson og flytja honum þakkir og heillaóskir. Ég hef dáð prúðmennsku hans og drengskap aljt frá fyrstu kynnum okkar og þá ekki síður fyndni hans og sérstætt og notalegt viðmót í jafnt léttum sem alvarlegum samræðum. Og sjaldan mun maður hafa verið hrifnari og glaðari að loknum lestri bókar en ég var, þegar ég hafði lesið FljótiS helga. Ég hafði dáð Tómas sem það íslenzkt skáld, er hefði ef til vill jafnbezt tekizt að sameina rökvísi, skerpta af langri athugun og djúptækri þekk- ingu, og undurnæma og þjálfaða fegurðarskynjun til algerrar samhæfingar formi og efni. Ég hafði sannfærzt um, að honum léti jafn vel hin einfalda og hin margslungna tjáning, hin skarprökvísa sem hin djúpdulúðga, og ég hafði séð hann bregða á ráð töframanna og fjölleikameistara, vitandi það, að á mörkum hins mögulega og ómögulega í hugsun og tjáningu, verður aðeins hið órökræna rökrænt. Og mér til mikillar ánægju hafði ég sannfærzt um, að Tómas Guðmundsson gat túlkað veruleika breyttra tíma og aðstæðna, án þess að víkja af vegi fornra íslenzkra menningar- erfða um notkun ljóðstafa. En í Fljótinu helga var hann, auk alls þessa, þangað kominn, sem mér hafði fundizt, að einmitt honum hæri, flestum öðrum fremur, heilög skylda til vöku og varðgæzlu, honum, hinum mikla unnanda fegurðar og gróanda, sem virtist með hverju vori endurfæðast til dýpri og lotningarfyllri tilbeiðslu á undri lífs og sköpunar. Og þarna stóð hann og mælti, og gustur válegra veðra lék um hann:'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.