Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 36
26
FÉLAGSBRÉF
„Því meðan til er böl, sem bœtt þú gazt,
og barizt var á meSan hjá þú sazt,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.“
Og hvort hann skildi ekki:
„Því mannsins líj á hvergi framar hœli
þann dag, sem hjarta hans er varnað máls.“
Af sömu snilli og áður um önnur viðfangsefni, af sömu rökvísi, sömu
undursamlegu getu til að samræma form og efni og segja einmitt það, sem
segja skyldi og segja varð og ekkert meira, fjallaði hann víða í Fljótinu
helga um málefni, sem ég mundi eiga við, ef ég gerðist svo djarfur að
taka mér í munn orðin: Á einu ríður mest ...
Víst er það freistandi á sextugsafmæli slíks skemmtimanns sem Tómasar
Guðmundssonar, manns, sem getur látið loga fyndninnar leiftra í öllum
regnbogans litum, að víkja að persónulegum samverustundum okkar, sem
alltaf hafa verið ánægjulegar, aldrei hallað orði okkar á milli jafnvel ekki
þegar svo hefur staðið á, að æruverður ambassador Stefán Jóhann Stefáns-
son hefði tæplega getað staðið við þann skemmtilega orðaða vitnisburð,
sem hann gaf skáldinu til að friða samvizku heiðurskonu, er átti atkvæði
í bæjárstjórn Reykjavíkur. ... Og trúlega mundi ég hafa getað — og
það svo sem verið meira en maklegt — túlkað skammlítið skáldskap og
listtækni Tómeisar Guðmundssonar hér í þessu riti — en „vofan þekkisl
og viðbúnað hefur hún enn“, segir Tómas, og sannarlega þekkjum við
hana báðir — og hugur minn hvarflar til þeirra, sem þrátt fyrir allt, sem
séð hefur verið, síðan vegur gerzkra var mestur á landi hér, hafa látið
sér sæma, án þess að vera haldnir bölmæði og meðfæddri blindu ofsa-
trúarmannsins, að skipa sér undir merki vofunnar á mannfundum, í riti
og á rolurjátli um Suðurnes, og svo minnist ég þá þess vanda, sem mörg-
um ærlegum hugsjónamanni var á höndum — og ekki sízt skáldum og
rithöfundum — á því tímabili, sem vofan sat hér í hæstarétti bókmennta
og raunar allrar menningartúlkunar, tímabili, sem ég hygg að fæstir þeirra,
sem nú eru ungir, geri sér grein fyrir, hve viðsjált var menningu og frelsi
íslenzku þjóðarinnar. Þá var sannarlega af ráðnum huga — og við vofunni
ólíkt hagstæðari aðstæður en nú — kappkostað að gera það að leyndar-