Félagsbréf - 01.03.1961, Page 40
30
FÉLAGSBRÉF
þótt undarlegt megi virðast, tilfinningu tugmilljóna fyrir mannúð og mann-
helgi. Það var sem heimurinn hefði færzt aftur á bak og þokazt inn í
skugga liðinna ógnaralda. Því var það, að fegurðin varð að víkja úr há-
sæti á vettvangi lista og bókmennta, og mörgum hinum hjartaheitustu og
viðkvæmustu hugsjóna- og listamönnum varð vandleitað fróunar og örvunar
til nýrrar sóknar. Fjölda slíkra manna varð það fyrir að vænta góðs af
hinni blóðugu rússnesku byltingu. Enn einu sinni kom það upp á í verald-
arsögunni, að grimmd, harðstjórn og ófrelsi var afsakað með hinni örlög-
þrungnu setningu, sem mundi eitt hið bitrasta vopn myrkrahöfðingjans: oð
tilgangurinn helgi tœkin. Sjálfir játendur friðar, réttlætis og bræðralags
töldu sér trú um, að innan skamms viki eymd og hungur, ofbeldi, rétt-
leysi og harðstjórn í hinum víðáttumiklu og mannmörgu Ráðstjórnarríkjum
fyrir öllu því, sem fegurst hafði verið hugsað og dreymt: Þar risi upp
blómlegt ríki allsnægta, réttlætis, jafnaðar, mannhelgi og alhliða menn-
ingar, eins konar jarðnesk uppfylling paradísardrauma mannkynsins —■
halelúja!
Þróun mála í hinum vestræna heimi var og ekki glæsileg. í Þýzkalandi
stundi hin dugmikla þjóð undir oki ofurhárra stríðsskaðabóta og sá engar
horfur á því, að okinu mundi af henni létt. Þar þróaðist því annars vegar
kommúnismi, hins vegar nazismi, og þaðan bárust sýklar beggja þessara
öfgastefna víðs vegar um lönd. Á Ítalíu ríkti, þrátt fyrir svokallaðan sigur
í styrjöldinni, stjórnmálalegt, fjárhagslegt og atvinnulegt öngþveiti,
og þar blómgaðist fasismi og kommúnismi hlið við hlið, en eftir fá ár
náði fasisminn þar öllum tökum. í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjun-
um voru við völd úrræðalitlir og lítilsigldir meðalmenn, sem létu að mestu
reka á reiðanum, unz svo var komið, að fjárhags- og atvinnukreppa skall
yfir Vesturlönd, þar sem var blómi hinnar húmanistísku veraldar. Kreppan
gaf kommúnistum og nazistum byr í seglin. í Þýzkalandi og fleiri lönduin
Evrópu varð nazisminn ofan á — og um leið fékk hinn alþjóðlegi komrn-
únismi í hendur hræðu, sem hann notaði óspart sér til framdráttar, og
áróðrinum var stjórnað frá Moskvu, sem varð nú í margra augum hið
eina hugsanlega vígi gegn ægisókn brúnstakkaðra stormsveita hins vestræna
einræðis.
Hér á íslandi olli styrjöldin ekki jafnmikilli röskun og víða annars
staðar, en hún stöðvaði þó hina farsælu þróun atvinnulífsins. Að henni
lokinni ríkti hér ekki annað eins örvæni og víðast á Vesturlöndum, en