Félagsbréf - 01.03.1961, Page 41

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 41
FÉLAGSBRÉF 31 þjóðlífið allt mótaðist af deyfð og getuleysi. ísland hafði orðið sjálfstætt ríki í lok styrjaldarinnar, en þessum atburði fylgdi ekki önnur eins von- gleði og vorhugur og sókninni í sjálfstæðis- og efnahagsmálum. Nýir flokkar höfðu myndazt, en voru lítt orðnir mótaðir. Hinir íslenzku komm- únistar bjuggu enn um hríð í sambýli við lýðræðisjafnaðarmenn í hinu tiltölulega unga, en vaxandi Alþýðusambandi, þar sem verkafólk og sjó- menn kaupstaða og þorpa höfðu sameinað sig til starfs og stríðs fyrir bættum kjörum og auknum mannréttindum. í rauninni var það allalmenn afstaða hinna gætnari manna innan þessa sambands að leiða að mestu hjá sér að sinni dóma og deilur um ástand og horfur í Ráðstjórnarríkj- unum og láta sjá, hverju fram yndi, en hins vegar börðu hinir ákveðnu kommúnistar bumbur og hrópuðu á torgum húrra og halelúja — gagn- rýnislaust og af mjög takmarkaðri þekkingu á viðhorfum og ástandi austur á hinu þá þegar vandlega girta og harðlæsta höfuðbóli kommúnismans. Á vettvangi bókmenntanna höfðu eftir styrjöldina komið fram nokkur skáld, sem auðsjáanlega voru engan veginn líkleg til að reynast neinir eftirbátar næstu skáldakynslóðar á undan, en aðbúnaðurinn að þessum skáldum benti ekki til þess, að þorrinn af leiðtogum þjóðarinnar væri sér þess meðvitandi, að hókmenntirnar hefðu verið fjöregg hennar á liðn- um nauðöldum og að alla sína frægð og að mestu endurheimt frelsis síns a;tti hún þeim að launa. Algengt var, að út kæmu merkis skáldrit, sem varla væri um getið í blöðum eða tímaritum, og enginn kom fram, sem fyndi hjá sér köllun til þjóðlegrar bókmenntalegrar forustu. Svo illt var ástandið, að flestir hinna ungu höfunda urðu að gefa út bækur sínar sjálfir. Þeir bókaútgefendur, sem starfað höfðu á undanförnum áratug- um, voru ýmist hættir bókaútgáfu fyrir elli sakir, höfðu komizt í fjárþröng eða héldu að sér höndum vegna þess, að þeir töldu ósýnt, hvort gróð? yrði á útgáfu bóka hinna nýju skálda og rithöfunda. 4. Net hinnar kommúnistísku undir- og áróðursstarfsemi hafði nú verið spennt um veröld alla, og hér á íslandi voru þegar nokkrir menn, sem kynnzt höfðu starfi erlendra kommúnistaflokka og áróðurshópa og áttu trúnað þeirra, sem réðu í Kómintern, og þegar kreppan dundi yfir, þótti tími til kominn að stofna skipulegan og hreinaðskilinn kommúnistaflokk hér á íslandi. Þetta var gert árið 1930.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.