Félagsbréf - 01.03.1961, Page 43

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 43
félagsbréf 33 Kristni tókst fljótlega að safna um sig stórum hópi íslenzkra skálda og rithöfunda. Mestur gróði þótti að þeim Halldóri Kiljan Laxness og Þór- bergi Þórðarsyni, en einnig fengur í hverjum öðrum, sem þegar höfðu vakið á sér athygli eða þóttu líklegir til að verða gildir menn á vettvangi íslenzkra bókmennta. Mundi ekki ofsagt, að Kristinn næði að bletta með rauðu meginþorra íslenzkra skálda og rithöfunda, þ. e., honum tókst að fá í RauSa penna efni jafnvel eftir ýmsa þá, sem ekki gengu kommúnism- anum á hönd, en stóðu hikandi gagnvart liinum svæsna áróðri, og síðar mun það út af fyrir sig þykja merkilegt tímanna tákn, að engir í hópn- um voru ákafari liðsmenn hins þrælmateríalistíska nytjakommúnisma, sem heimtar skilyrðislausa hlýðni í heimalandi sínu af listamönnum og rit- höfundum, en hinn ádeilugjarni dulhyggjumaður Þórbergur Þórðarson, hinn rómantíski hástílistíski fabúlator Halldór Kiljan Laxness og hinn barnslega viðkvæmi fegurðar- og náttúruunnandi Jóhannes úr Kötlum! Það er ekki laust við, að Kristinn Andrésson boðaði mikil tíðindi í Rauðum pennum: „Utan við þá voldugu bókmenntahreyfingu, sem hafin er, getur ekkert skáld staðið, sem ætlar sér nokkra framtíð. Enda er þegar svo komið, að hver uppvaxandi rithöfundur, sem nokkurs metur list sína og hæfileika, velur skilyrðislaust hina nýju stefnu. í sögu bókmenntanna hafa farið fram hlutverkaskipti. Skáld verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið þar við forustunni, og þau ein eiga framtíðina. Öll gróska hins vaxandi lífs, allur Veruleiki þess býr í skáldskap hinnar nýju stefnu. Máttugra og glæsilegra Þmabil en nokkru sinni áður hefur þekkzt, er að rísa í bókmenntum heimsins. ...“ Hann sagði einnig — í ritgerð um skáldsögu eftir Jóhannes úr Kötlum: „Sökum sinna raunhæfu sjónarmiða eru það kommúnistarnir einir, sem geta lýsi veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt. Aðrir verða að Hylja eða ganga duldir sannleikans um hlutina. Því er það kommúnist- anna að skapa listaverkin, sem fela sannleikann í sér.“ Já, takið eftir, þið, sem ekki minnist þessa eða ekki hafið séð það. Það er þarna fullyrt, að enginn rithöfundur geti verið þekktur fyrir að standa utan við markalínu kommúnismans, enginn, sem hafi nokkurn metnað eða nokkra getu, enda geti kommúnistarnir einir lýst veruleikanum á sannan °g hlutlausan — sko, hlutlausan hátt! ... Þessu fylgdi löng upptalning a erlendum höfundum, sem hefðu gengið kommúnismanum á hönd eða

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.