Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 48

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 48
38 FÉLAGSBRÉF flestir menn meira eða minna skemmtilegir. Ég fékk og snemma þá trú á þessari þjóð, að nái ekki meinleg öfl og annarleg, innlend og erlend, þrælatökum á henni, muni hún búa sér farsæl lífskjör og frjálst og rétt- látt samfélag. Ég unni snemma af alhug íslenzkum menningarerfðum, og þegar prófessor Sigurður Nordal skrifaði ritgerð sína Samhengið í ís- lenzkum bókmenntum, þótti mér sem þar væri íslenzkri menningu mótuð framtíðarstefna, reist á svo sterkum rökum fortíðar, að ekki yrði um efazt, að henni bæri að fylgja. Ég var engan veginn vonlaus um, að í Ráðstjórnarríkjunum kynni með tíð og tíma að verða slakað á harð- stjórnartaumunum og þar komast á skipan, sem veitti skilyrði til frjálsrar þjóðfélags- og menningarþróunar, þótt með öðrum hætti kynni að verða en á Vesturlöndum, en þegar ég sá, hve blygðunarlaust var rekinn áróður fyrir hinu heiltæka kerfi kommúnismans og beitt stórfelldum blekking- um og undirróðri til að ná hér valdi á allri bókmenntaþróun og færa andlegt frelsi í fjötra, svo að hin kommúnistíska bylting mætti koma hér i fyllingu tímans að mestu af sjálfu sér — og allt þetta gert í nafni Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna, þá þóttu mér við eiga orð Jóns Vídalíns um að snúa Faðirvorinu upp á andskotann. Svo tók ég mig til og kynnti mér eftir beztu getu ástand og horfur í Ráðstjórnarríkjunum og ennfremur starfsemi Kómintern erlendis, en gangi málanna hér heima hafði ég fylgzt rækilega með. Síðan skrifaði ég bókina GróSur og sandfok. Mér kom eng- an veginn á óvart, hvernig kommúnistar tóku henni. Þeir létu hennar sem minnst getið opinberlega, en beittu undirróðurskerfi sínu rækilega gagnvart henni og höfundinum. Og þeim tókst mjög vel að koma því fram, sem þeir vildu, útbreiða þá skoðun, að bókin væri öfgafullt kosninga- rit. Aðeins nokkrir menn, sem bezt fylgdust með, vissu, hvers virði hún var. Hins vegar hef ég svo orðið þess vís á seinasta áratug, að fjöldi ungra manna hefur lesið hana — og nokkrir hinna rosknu. Og þeir segja margir: Við erum búnir að sjá það nú, að þú hefur verið sannfróðari um þessi efni en okkur hefði nokkurn tíma órað fyrir. Undirróðrinum gagnvarl höfundi bókarinnar hefur verið haldið áfram — og sá undirróður hefur ekki aðeins verið rekinn hér á landi, heldur líka á Norðurlöndum, en þar eð ég hafði kynnt mér til hlítar vinnubrögð kommúnista fyrir fram, vissi ég vel, að annars var ekki að vænta. ... En sinnu-, þekkingar- og andvaraleysi ýmissa ráðandi manna á vettvangi blaðamennsku, þjóðmála- starfsemi og menningarmála í hópi andstæðinga kommúnista kom mér á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.