Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 49
felagsbréf
39
óvart, þó að ég raunar vissi, að ástandið væri allt að því háskalega bág-
borið.
6.
Ég geng þess engan veginn dulinn, að rás heimsviðburðanna átti mestan
þátt í því, að andvaraleysi lýðræðisflokkanna hér á landi gagnvart áróðri
kommúnista — einkum í menningarmálum — hafði ekki örlögþrungnari
afleiðingar en reynslan þó hefur sýnt til þessa. Griðasamningur Hitlers og
Stalíns og árás Rússa á Finna og fleiri smáþjóðir varð íslenzkum kommún-
istum mjög mikill hnekkir, en litlu síðar hækkaði hagur þeirra að nýju,
þá er til kom samstaða Rússa, Breta og Bandaríkjamanna gegn Þjóðverj-
um, og gæti margur tekið undir með Tómasi Guðmundssyni, þegar hann
segir í Svo kvaS Tómas:
„Um skeið hélt ég í einfeldni minni, að náin samvinna austurs og vesturs
undir styrjaldarlokin mundi leiða til varanlegra sátta, bræðralags og
friðar með öllum þjóðum. Ég trúði þessu meira að segja í lengstu lög.
Það hefði verið gaman að lifa nokkur ár í slíkri veröld, ósnortinni af
hatri og stríðsótta.“
Jafnvel þrælatökin á Eystrasaltslöndunum, Rúmeníu og Póllandi náðu
ekki að eyða þessari óskhyggju hjá þorra þeirra manna, sem höfðu eignazt
hana, en svo kom hin hörmulega örlagastund Tékkanna, sem voru beittir
einhverju því svívirðilegasta níðingshragði, sem veraldarsagan kann skil á.
Afdrif Tékkóslóvakíu voru sannarlega ógnþrungin aðvörun til allra frelsis-
unnandi einstaklinga og þjóða um það, hvers er að vænta, þegar menn,
gæddir borgaralegu siðgæði og drengskaparhugsjónum lýðræðisunnenda,
gerast svo barnalegir að ganga til stjórnarsamvinnu við kommúnista lands
sins, ójafnvæga og bölmóða ofsatrúarmenn eða ófyrirleitna loddara, sem
hafa strandað á skerjum skapgalla sinna á leiðum lýðræðisins, hvora
tveogja alger handbendi kaldrifjuðustu heimsveldissinna, sem uppi hafa
Verið í veröldinni, menn, sem meta einskis orð eða eiða og mannslífin
vart eins og siðaður vestrænn maður líf fiskiflugunnar. ... Það voru
°g milljónir manna í veröldinni, sem stungu við fótum, þegar hin
omurlegu örlög Tékkóslóvakíu urðu lýðum ljós.
En áföllin urðu fleiri. Maðurinn Stalín reyndist ekki ódauðlegur —
°g sú varð líka reyndin um hálfguðinn með sama nafni. Núverandi ein-
valdi Rússa, maðurinn sem hefur orðið fyrir þeirri reynslu, að eftir að