Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 50
40
FÉLAGSBRÉF
hafa sýnt heiminum bráðlifandi tíkarkvikindi, sem kostað hefur tugmilljarða
króna að senda út í himingeiminn, að verða að játa fyrir kapítalískri
veröld, að nú, eftir 45 ára ráðstjórn, farast menn úr hungri í ríki
hans, þar eð 70 milljónir samyrkjumanna í einhverju hinu bezta
korn- og kjarngresislandi veraldar, geta ekki framleitt nándar nærri eins
mikið af mat og 16 milljónir búandkarla í hinum þrælkapítalísku Banda-
ríkjum — maður þessarar grátbroslegu reynslu tók sig lil og afhjúpaði
hálfguðinn sem svo harðsvíraðan grimmdarsegg, að veruleikinn reyndist
hafa farið langt fram úr því, sem verst hafði verið sagt í auðvaldsheim-
inum um ástandið og stjórnarfarið á hinum löngu og örlögþrungnu
stjórnarárum Stalíns. íslenzkir kommúnistar höfðu sem sé verið að til-
biðja villidýr í mannsmynd, skáldin að lofsyngja sem dýrling einn hinn
ægilegasta fjöldamorðingja og frelsisdrep, sem veröldin hefur sögur af!
Og svo er það Ungverjaland — þar var hann búinn, svo að segja með
upphafinu, draumurinn um að hinn nýi valdhafi gæti orðið þó ekki væri
nema hálfdýrlingur! Enn hafði sagan frá því að segja, að blóð saklausra
og frelsisunnandi manna hrópaði í himininn. . . . Aftur rétti hann þó af
sér, hinn broshýri, skapvargur á veldisstóli Stalíns, þegar hann gaf vonir
um glæsilegan árangur af för sinni til Bandaríkjanna og menn horfðu
um heim allan með eftirvæntingu til fundar æðstu manna. . . . En að nýju
kom í ljós ofurvald kerfisins, kerfisfjötranna — og skór Krústjoffs úi
þingsal Sameinuðu þjóðanna svífur enn fyrir sjónum þeirra, sem sjáandi
sjá — en Venus-geimskotið glataðist út í ómælið!
7.
Og þú spámaður, þú eljusami, já, óþreytandi verkamaður á akri þeirrar
paradísartrúar, sem þú tókst ungur, og vissulega hefðir betur lent í raun
og sannleika á hinum sama akri og þeir unnu á Fjölnismenn — hvað
hefur orðið af hinni voldugu bókmenntahreyfingu, sem þú boðaðir, —
sem skyldi sýna, að kommúnistarnir einir geti lýst veruleikanum á sannan
og hlutlausan hátt? Hvað um alla hina miklu snillinga heimsbókmennt-
anna, sem höfðu skipað sér undir fána Hamars og SigSar eða stóðu nasrri
honum — hvað um Norðurlandamennina Ivar Lo-Johansson, Harry Martin-
son, Karin Boye, Jan Fridegard, Arnulf Överland, Sigurd Hoel og Helgu
Krog, — hvað um Bandaríkjamennina John Dos Passos, Ricard WrigW
og Howard Fast, hvað um Ungverjann Arthur Koestler, hvað um ítalann