Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 52

Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 52
42 FÉLAGSBRÉF Hvers vegna fylkir hann þá um sig, þessi menningarlegi fulllrúi hins sannkommúnistíska valds, atómskáldum og jafnvel fagurkerum? Hverjum skyldi hann ella um sig flykkja? Hvar eru sósíalrealistarnir íslenzku, sem hann hefur alið upp, — sem hin volduga bókmenntahreyf- ing hefur lyft á stall áður óþekktrar skáldskaparsnilli, skáld, sem lýet hafi veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt? Það mundi frekar þunn fylking. Svo er þá skárra að1 veifa röngu tré en „öngu“! En þau skáld, sem nú fylkja sér undir merki Hamars og Sigfiar eða dingla aftan í merkisberunum á portfundum og Suðurnesjarölti, þrátt fyrir afhjúpanirnar eftir dauða Stalíns, þrátt fyrir harmsögu Ungverjalands, þrátt fyrir Pasternak-hneykslið og hin hörmulegu eftirmál þess, þau skyldu hafa séð, hvar þeim hefði verið skipað á bekk, ef kommúnistum hefði lánazt að rjúfa á landhelgismálinu tengsl fslands við hinn vestræna heim, verzlun okkar síðan verið flutt svo að segja öll austur fyrir járntjald og þar tekin stórlán — og því næst farið að einmitt eins og í Tékkóslóvakíu, skipt um menn á stólunum í stjórnarráðinu — og kosið á þing eftir eins konar Dagsbrúnar-kjörskrá! Og þau skyldu sjá, hvert yrði hlutskipti slíkra skálda, atómskálda og fagurkera, yngri og eldri, — að ógleymdum abstraktmálurunum — ef sú sókn, sú sókn til austurs, sú sókn í áttina til hinnar kommúnfetísku dýrðar, sem þegar er hafin í hervarnamálinu, leiddi til þess, sem land- helgismálið átti að leiða til, þau skyldu sjá, hvort þeirra vegur yrði meiri í hinu íslenzka ráðstjórnarríki en vegur þeirra skálda og listamanna hefur orðið í Ráðstjórnarríkjunum og í öðrum járntjaldslöndum, sem hafa ekki viljað láta list sína þjóna valdhöfunum og fyrirætlunum þeirra! Kommún- istana, sem trúa á dýrðina, þau skáld og þá listamenn, ef einhver og einhverjir eru, sem vilja gerast listrænir arðuxar af trú og skoðun, þetta fólk er um ekkert að saka, það gengur þann veg, sem því er eðli- eð!a að minnsta kosti örlögbundinn, en hina, sem kallaðir hafa verið nytsamif sakleysingjar, er erfitt að afsaka, svo gild sem rök veruleikans eru, svo hátt sem þau hrópa, svo blóðug sem þau eru, svo hátt við loft sem hann ber, kross píslarvottanna! 8. Tómas skáld Guðmundsson, — þú segir réttilega, að þótt tvísýna vær) á því stundum, að vér gætum varizt sjálfum oss og öðrum, „kom íslenzk

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.