Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 53

Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 53
FÉLAGSBRÉF 43 heimþrá og vahti fólk sitt á ný.“ Við vitum báðir, að þetta hefur nú enn gerzt, og enn er það trú mín og mundi líka. þín, að þannig farnist okkur íslendingum framvegis, svo að hvorki þú, ég né aðrir á landi hér þurfi að lifa þann dag, að mannsins líj cigi hvergi liœli, því hjarta hans sé varn- aS máls. Og þó að í bókmenntunum geti sýnzt, að ýmsum sé ryk fyrir augum og stefna flestra ungra sé mjög á reiki, virðist okkur báðum, að þar sé nú mjög gróðrarlegt um að litast og þar séu menn — þrátt fyrir allt — í leit að fegurð. Ég þykist jafnvel hafa séð þar bregða fyrir dularfulla blóminu í draumi hins unga manns. Og bráðum vitum við, að ekkert verður þessari þjóð eða neinni annarri betur gert, ekkert henni til meiri menningarauka og sannari og varanlegri blessunar en að vekja hjá helzt öllum þrá eftir fegurð, fá þá til að leita i hvívetna fegurðar og þá ekki sízt hinnar dulúðgu, þeirrar, sem andann grunar. " Dásamlegt væri það, ef fegurðin gæti orðið þeim slíkur lífsljómi, að þeim yrði svo bjart fyrir augum á hinztu stund þessa lífs, að þeir hugsuðu þrátt fyrir góða heimvon, eins og þú, þegar þér virtist mest tvísýna á Hfi þínu: „ÞaS má vcra ömurlegt aS dcyja frá svona sólskini.“

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.