Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 54

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 54
AGNAR ÞÓRÐARSON: Broadway 1960 T-jegar talað er um leiklistarlíf í Bandaríkjunum er fyrst og fremst miðað við Broadway, hina miklu breiðgötu í New York, sem liggur eftir endi- langri Manhattaneyju, en það er þó einkum þar sem 45. gata sker Broadway og kringum Timestorg, sem aðal leikhúsaþyrpingin er. Öll amerísk leikritaskáld eiga sér þann draum að sjá leikrit sín flutt á Broadway — því það er leiðin til frægðar og frama. Hér kemur þó ekki fyrst og fremst listrænt mat til greina, heldur hitt, hvað sé líklegast til vinsælda og gefi þar af leiðandi leikhúseigendum mestan ábata. Eigendur leikhúsanna hætta ógjarnan tugþúsundum dollara, ef þeir sjá fram á fjárhagslegt tap. Þá kippa þeir að sér hendinni, svo að oft verður raunin, að nýstárlegum og athyglisverðum leikritum hlotnast ekki það hnoss að verða færð upp á Broadway — en eiga sér þá oft griðland í gamla listamannahverfinu, Greenwich Village. En strax og höfundurinn hefur getið sér nafn, breiðir Broadway faðm sinn móti honum. Amerískt leikrit koma sjaldnast beinustu leið á Broadway, heldur hafa þau áður verið leikin í nálægum borgum, svo sem Boston, New Haven og Washington, lagfærð og sorfin til. Sum deyja á leiðinni og komast aldrei til fyrirheitna landsins. Daufar undirtektir leikhúsgesta og misjafnir dóm- ar í blöðum grannborganna hafa varað Broadway við hættunni. En þau sem komast alla leið, eiga þó enn einn hreinsunareld eftir, sem oft vill svíða utan af þeim skrautklæðin, en það eru dómar gagnrýnenda stórblaðanna í New York. Sitja þar í öndvegi Walter Kerr og Brooks Atkin■ son og drottna áþekkast duttlungafullum örlaganornum yfir framtíð og framaferli leikara sem höfunda. Walter Kerr skrifar í New York Herald Tribune, en Brooks Atkinson skrifaði leikdóma til skamms tíma í New York Times. Þeir hafa lengi ritað i þessi b!öð, eru ómyrkir í máli, enda hafa dómar þeirra iðulega drepi^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.