Félagsbréf - 01.03.1961, Page 55

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 55
félagsbréf 45 Timestorg;. — Hér er aðalleikhúsaþyrping New York borgar leikrit, sem annars staðar hafa hlotið mikið lof og góðar viðtökur, svo sem j fyrra, þegar sýnt var leikritið Flowering Cherry eftir enska leikritaskáldið Roben Bolt. Hafði það gengið feikivel í Lundúnum og raunar víðar i Evrópu, en á Broadway varð að hætta sýningum á því eftir fimm skipti. Nú hefur Howard Taubman tekið við af Brooks Atkinson. Á þessu ári hafa verið leikin um 60 leikrit á Broadway. Þar af eru 40 eftir ameríska höfunda, en helmingur þeirra eru söngva- og léttir gaman- leikir. Ég ætla hér að minnast á þau markverðustu eftir innlenda höfunda og um leið lítillega segja frá höfundunum sjálfum. Mun ég fjalla um þau í þeirri tímaröð, sem þau voru sýnd á Broadway á árinu. Fyrst er þá að geta A Loss oj Roses eftir JVilliam Inge. William Inge er fæddur 1913 í miðríkjunum og stundaði háskólanám við Kansasháskóla. Hann heíur fengizt við blaðamennsku og kennslu, auk þess sem hann hefur verið leikari um tíma. Góðkunningi hans, Tennessee Williams, vakti fyrst athygli leikhúsmanna á honum, en það var þó ekki fyrr en 1950, sem fyrsta leikrit hans var sýnt á Broadway. Það var Come Back Little Sheba. Fyrir það var hann kjörinn efnilegasta leikritaskáld ársins af félagi leikdómara í New York.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.