Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 57
FÉLAGSBRÉF
47
Eftir Robert. Anderson var sýnt á síðastliðnum vetri annað leikrit hans á
Broadway, Silent Night, Lonely Night.
Höfundurinn er fæddur í New York 1917 og stundaði nám við Harvard-
háskóla. Hann skrifaði mikið á stúdentsárum sínum, bæði skáldverk og
einþáttunga, en síðustu stríðsárin var hann sjóliðsforingi í Kyrrahafsflota
Bandaríkjanna og vann þá verðlaun fyrir bezta leikrit eftir mann í herþjón-
ustu. Síðan hefur hann skrifað mikið bæði fyrir útvarp og sjónvarp, en
árið 1953 var fyrsta leikrit hans leikið á Broadway, Tea and Sympathy.
Fjallar það um skólapilt, sem er ranglega sakaður um kynvillu, en skiln-
ingsgóð kennarafrú hjálpar honum til að kannast við sitt rétta eðli.
Leikritið fékk óhemju góðar viðtökur, sem var þó ekki sízt að þakka ör-
uggri og listrænni túlkun leikstjórans, Elia Kazan. Var það sýnt í 712 skipti.
Silent Night, Lonely Night fékk aftur á móti beldur slæma dóma, en
var þó sýnt 134 sinnum.
Það fjallar um mann og konu, sem hittast á jólakvöld, eru bæði einmana
°g fara að rekja raunir sínar hvort fyrir öðru. Maðurinn er hryggur af því
að kona hans er á geðveikrahæli, en hryggð hennar stafar af því, að maður
hennar, sem er erlendis í viðskiptaerindum, hefur játað á sig hjúskaparbrot.
Svo fer þó að lokum, að þeim fer að leiðast þessi raunarolla og Adams
innra eðli að segja til sín. I öðrum þætti leita þau hughreystingar hvort í
annars armi, enda eru þau miklu hressari daginn eftir.
Annað, sem orð er á gerandi, gerist ekki í leikritinu, engin átök eða
tvísýn barátta. Þetta er notalegt, vel skrifað, en óeftirminnilegt. — Spurn-
lngin er þó, hvort höfundurinn ætlast til að þetta húsráð hans sé tekið
Bókstaflega.
Toys in The Attic var frumsýnt á Broadway 26. febrúar og gengur enn.
Höfundurinn, Lillian Hellman, er fyrir löngu kominn í fremstu röð leik-
titaskálda í Bandaríkjunum.
Hún er fædd 1905 í New Orleans, stundaði háskólanám í New York
°g giftist um tvítugt. Hún segist lítið hafa gert annað en spila bridge fyrstu
hjúskaparárin, enda fór svo að hjónin skildu. Fór hún þá að snúa sér að
r|tstörfum, en fyrsta leikrit hennar á Broadway var The Childrens Hoor,
Numsýnt 1934 og fékk mjög góðar viðtökur, en e.t.v. hefur hún hlotið
^nesta viðurkenningu fyrir leikritið The Little Foxes, sem var leikið 1939.
Af öðrum leikritum hennar má nefna Watch on The Rhine, The Autumn
Garden og Another Part of The Forest.