Félagsbréf - 01.03.1961, Page 58
48
FÉLAGSBRÉF
Undanfarin 9 ár hefur þó ekkert leikrit birzt eftir hana, og var því beðið
eftir þessu með mikilli eftirvæntingu, enda er sýnilegt, að hún hefur ekki
kastað til þess höndum.
Leikritið fjallar um tvær ógiftar systur á fimmtugsaldri, sem búa í forn-
fálegu húsi í New Orleans. Þær hafa fórnað sér fyrir bróður sinn, sem
hefur drabbað og svallað, en hefur nú fyrir ári gengið að eiga dóttur
ríkrar ekkju og flutzt með henni til Chicagó.
Systurnar ráðgera að fara í langþráða Evrópusiglingu, en allt í einu
skýtur bróðurnum upp með konu sína og hefur nú fullar hendur fjár. Hann
eys óhóflegum gjöfum yfir þær og vill bæta þeim upp, hvað þær hafa alla
tíð fórnað sér fyrir hann. En systrunum hugnast ekki að .þessum snöggu
umskiptum og kæra sig lítið um gjafir hans, trúa ekki að allt geti verið
með felldu.
Mágona þeirra, barnaleg og einföld, kemur líka við sögu, móðir hennar
dularfull og torræð og elskhugi móðurinnar, stórlyndur og göfugmannleg-
ur negri.
Þetta er undarlegt fólk, og þegar Lillian Hellman sýnir manni undir
yfirborðið, koma ýmsir gallar og brestir í ljós. Hún sýnir yfirleitt sjaldan
bjartari hliðar manneðlisins, en henni tekst þó alltaf að lýsa upp sviðið
með kímni og leiftrandi mannþekkingu.
Systurnar gera upp sakirnar hvor við aðra, sú eldri brigzlar þeirri yngri
um að laðast af holdlegum fýsnum að bróður sínum, en hvorug þeirra
þolir að sjá hann frjálsan og óháðan þeim, enda fer svo, að ráðagerðir
bróður þeirra fara út um þúfur, og á kona hans þar nokkra sök, því hún
vill ekki, að maður hennar hugsi um annað en skemmta henni í rúminu.
Lífshamingja systranna fólst í áhyggjum og sjálfsfórn fyrir bróðurinn.
Þetta fólk getur að ýmsu leyti minnt á persónur Tennessee Williams, þó
að um bein áhrif sé varla að ræða.
Leikrit þeirra gerast á svipuðum slóðum og fólkið, sem þau lýsa, er
veiklað og sjúkt.
Aftur á móti eru átökin á milli persóna Tennessee Williams miklu beinm
og einfaldari en hjá Lillian Hellman.
Leikur Maureen Stapleton í hlutverki yngri systurinnar þykir mikiÓ
afbragð. Leikritið er búið að ganga í níu mánuði, en hér er reiknað með,
að meðalleikrit þurfi að ganga a.m.k. sex mánuði til að geta borið sig-
Meðal-kostnaður er áætlaður um 125 þúsund dollarar.