Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 65

Félagsbréf - 01.03.1961, Qupperneq 65
félagsbréf 55 persónunni nafn, en hann er unglings- piltur úr Reykjavík, sem fer norður á síld, og við hittum hann fyrst á leiðinni suður til Reykjavíkur úr síldinni. Síðan dvelst þessi nafnleysingi i Reykjavik, það sem eftir er sögunnar, þar sem hann ráfar í hálfgerðu eirðarleysi á milli dá- valdsins og fjárhættuspilarans, Adolfs J. Adolfs; drykkjuaumingjans Stellu Klöru, sem l)ýr í skúrgreni inni í kartöflugörð- um, spilar á gítar, drekkur kogara og etur brjóstsykur og þurrt fransbrauð; Jóa vinar, er býr uppi í Holtum einhvers staðar og veitir nafnleysingjaiium vinnu óðru hverju, og hússins nálægt miðbæn- um, þar sem hann hefur herbergiskytru 8 leigu hjá frú Ingveldi, en hún er hús- raðandinn og býr þar ein með manni sín- um, sem er vitskertur. Hún hefur tekið þá ákvörðun að fórna lífi sínu umhyggj- unni um þennan mann sinn, sem hún gift- Ist út úr misskildu ástarævintýri með dávaldinum og straumalækninum. Þess á uiilli fer pilturinn okkar í kjallarann til Nasa, þar sem er raunar bæli kynvillinga °g eiturlyfjaneytenda, hittir Gunnu, ef hún er ekki upptekin i Djerrí, og ráfar svo- lítið með henni um göturnar. Hann gerist Jafnvel svo einarður að taka hana eitt SInn með sér upp í herhergið sitt. Þessi saga Jökuls er dæmigerð lýsing a Hfsleiðanum, sem nú virðist svo mjög gera vart við sig, einkum meðal yngra fólksins, þetta er sagan um einstaklinginn, sem hverfur með öllu í fjöldann, sagan um skortinn á trúnni á tilgang og fyrir- tilverunnar, hér ríkir sinnuleysið, óoðinn og athafnaleysið. Ungi maðurinn minnir mann á marglittuna, sem hreyfist á sjávarfletinum aðeins sökum þess að sjórinn hefur mátt til þess að hreyfast. Enginn skilji þó orð mín þannig að slíkar sögur sem þessar hafi einungis verið samdar á Spáni og hér á íslandi, því fer fjarri. Þessi gerð skáldsagna hef- ur allmikið verið iðkuð víða um lönd undanfarin ár og þá ekki hvað sízt í Bandarikjunum. Þar hafa margir ungir höfundar spreytt sig á samningu slíkra skáldsagna og komið fram með ýmislegt nýstárlegt og skemmtilegt bæði í máli og stíl, sumar þessar sögur eru snjallar. Það verður aftur á móti ekki sagt um sögu Jökuls, til þess er hún allt of dauf aflestrar og líkist of mikið verki, sem ekki hefur verið unnið til fulls. Þó er ekki ástæða til þess að fordæma hana að öllu leyti, því ýmislegt gott má um hana segja. Stíllinn hefur yfir sér fremur þokkalegan blæ og er gæddur virðingarverðu látleysi, enda þótt hann rísi hvergi liátt og hvergi bregði fyrlr lýriskri fegurð, og þó aldrei komi til neinna átaka í sögunni, þá finnur les- andinn samt jafnan til undiröldu þeirra örlaga, sem persónum sögunnar eru búin. Þá hefur höfundi í þessari hók tekizt að draga persónur sínar skarpari línum en í fyrri bókum sínum, en þetta er fjórða skáldsagan frá hans hendi. Getur hún vart talizt öllu meira en tilraun eða ófullunnið verk, og vonandi fer nú að liða að því, að Jökull láti frá sér herast skáld- verk, sem meiri akkur er í og meira lætur að sér kveða. ÞórSur Einarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.