Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 10

Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 10
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON Halldór Kiljan Laxness sextugur Á scxtugsafmæli Ilalldórs Kiljans Kaxncss 23. apríl síðastliðinn voru fluttir í Ríkisútvarpið þættir úr Höll sumarlandsins í Hcimsljósi cða Ljósvíkingnum, sem I»orsteinn Ö. Stcphen- sen liafði sett í leikritsform. Á undan þeim var þetta ávarp flutt. Á þjóðveginum líður líf vort skjótt, segir í kvæði í Höll sumarlandsins. En margar og fjölbreytilegar eru þær vörður — og ýmsar þeirra tilkomumiklar og traustar — sem Halldór Kiljan Laxness hefur þegar reist við veginn, og á hann þó vonandi eftir að njóta langrar og góðrar starfsævi. Ríkisútvarpið hefur að sjálfsögðu viljað minnast sextugsaf- niælis hans og þá ekki með löngum ræðuhöldum, heldur aðallega með flutningi á skáldverki eftir hann. Og þau fáu orð, sem ég segi hér, verða einnig að miklum hluta eftir Halldór. ,,Þú ert svo mikið skáld að þú sérð ekki mannlífið, ekki einu sinni líf sjálfs þín,“ segir Vegmey við Ólaf Kárason Ljósvíking. Mikið af skáldskap okkar, einkum á mestu þrengingartímum, hefur einmitt öðr- um þræði verið fólginn í slíkum lífsflótta, í eins konar undanhaldi í baráttu við skyldustörf og æviönn, þar sem menn hafa reynt að gleyma sjálfum sér í svip. Þeir hafa lokað augunum fyrir örðugleikum sínum og umkomuleysi, en lokið þeim upp í heimi hetjuljóða og ævintýra, riddarasagna og skáldskapar — í sjálfskapaðri veröld, sem lyft hefur þeim yfir gráan hversdagsleikann. Þótt oft hafi þetta öllu heldur orðið þjóð- inni fróun en fullnæging, hefur það gert henni tilveruna bærilega, og á stundum unaðslega og auðuga. Þannig höfðu þessar bókmenntir oft- ast með nokkrum hætti lífsgildi, að minnsta kosti stundarlegt — og einstaka sinnum langætt, þegar í hlut áttu sannarleg listaskáld og lifðu þær stundir, að þau fengu notið sín. Svo var m.a., þegar bezt lét, uffl eftirlæti og skáldhugsjón Ólafs Kárasonar Ljósvíkings: „Við kynnínguna af skáldskap Breiðfjörðs rann upp fyrir honum nýr dagur í andanum, bjartari en hinir fyrri. . . . Nú uppgötvar hann skyndi-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.