Félagsbréf - 01.10.1962, Page 13

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 13
FÉLAGSBRÉF 9 „Mín ævi hefur verið sögulaus, það hefur í rauninni aldrei neitt sérstakt drifið á daga mína sem kallað er. . . . Ég hef skrifað þessar fáu bækur. Eingin vinna er jafntilbreytíngarlaus og setja bækur saman. Sá sem það gerir hefst við innan fjögurra veggja mestallan daginn þessi fáu ár sem hann lifir á jörðinni; og það er furðulítill munur á herbergj- um, hvort heldur hann lifir í þessu landi eða liinu. Tími rithöfundar fer einkum í það að draga út aftur í dag obbann af því sem hann skrifaði í gær. Það sem lifir af útstrikanirnar er eign þjóðarinnar — að minsta kosti að einhverju leyti, ef hún kærir sig um. Þannig hefur mín ævi liðið híngað til. Ævi mannsins líður skjótt, en bókstafurinn blífur.“ Ég er engan' veginn alls kostar sammála upphafi þessara ummæla. Ævi Halldórs hefur verið afar tilbreytingarrík — og hafði þegar verið það, er hann stóð á fimmtugu, þótt mjög hafi á það aukizt síðan. F.n þótt vinnustaðir höfunda, veggirnir fjórir, sem umlykja þá, séu víð- ast hvar líkir, er ólíkt umhverfið og misjafnt andrúmsloftið, sem unt vinnuherbergin leikur, þótt það skapi höfundar raunar að miklu leyti sjálfir. Það er athyglisvert, að bókmenntir okkar hafa náð einna hæst, þegar stormasamast hafði verið um stofurnar, íbúar þeirra mest reynt, víðast farið eða beztrar menntunar notið — á öldum borgarastyrjalda og sjálfstæðismissis, og svo á tímum sjálfstæðisbaráttu, sjálfstæðisheimt- ar og sjálfstæðisverndar. En eftir gustinn hlutu menn síðan næði til starfa — til skamms tíma, því að nú þurfa ýmsir íslendingar helzt að kom- ast utan til að fá vinnufrið. En það held ég, að vinna höfundar í næði innan fjögurra veggja, þar sem hann dvelst einn við sköpunarverk sitt, sé flestum störfum fjölbreytilegra og auðugra — en líka erfiðara. Halldór hafði líka áður sagt á öðrum stað: „Vér nútímaíslendingar erum dálítið gefnir fyrir að sýna okkur, extró- vertar sem kallað er, laung yfirlega yfir verki innan fjögurra veggja hentar okkur miðlúngi vel; nákvæmni og natni, seinleg listræn vinnu- brögð sem umfram alt eru komin undir góðum taugum, sú samviska listamannsins sem aldrei víkur fyrir erfiðleikum í starfi, aldrei velur hið ódýra, heldur altaf hið dýra, það sem kostar mesta fyrirhöfn — þetta á ekki við okkur. Við þurfum að sigrast alveg sérstaklega á okkur sjálfum til að hemja okkur við erfitt verk.“ Halldór hefur átt þess kost að gefa sig nær óskiptan að ritstörfum frá unga aldri. Þegar þessi góðu starfsskilyrði hafa bætzt við þá hæfi-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.