Félagsbréf - 01.10.1962, Page 14

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 14
10 FÉLAGSBRÉF leika, sem hann hefur sýnt, höfum við gert til hans miklar kröfur, stundum ef til vill óbilgjarnar. En hann hefur líka gert og gerir miklar kröfur til sjálfs sín. Jafnvel þar, sem sum verk hans virðast að nokkru leyti leikur með stíl, form og mannamyndir í leit að nýjum tjáningarhætti, er sá leikur þreyttur af fullri alvöru íþróttamannsins, sem hefur lagt sig allan fram, líka þegar miður kann að hafa tekizt til. Hann hefur gert eins og hann bezt gat. Jafnvel snillingar skapa sjaldnast einber öndvegisverk — og raunar erum við þess lítt umkomin að segja, hvað hæst muni bera í framtíðinni. En hálendi er mælt eftir hæstu tindum. Annars þarf Halldór hér hvorki á afsökunum né hrósyrðum að halda, og þessi stund er til þess ætluð að flytja honum þakkir og rifja upp ummæli hans og skáldverk. En þá væri okkur íslendingum brugðið, ef við tækjum allt í einu upp á því að lofa einróma helztu skáld okkar og listamenn, nú fremur en á dögum Sigurðar Breiðfjörðs eða endranær. En það er engin von til þess, að verk Halldórs séu að allra geði, ekki fremur en við, sem höfum á jDeim miklar mætur, teljum þau jafngóð eða dáum þau öll, enda hefur Halldór aldrei gælt við smekk lesenda sinna. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég endurtaka þau ummæli, sem ég viðhafði í Ríkisútvarpinu á fimmtugsafmæli Halldórs, að hann hafi vafalítið sýnt fjölbreytilegri hæfileika en nokkur íslenzkur höfundur fyrr eða síðar og tvímælalaust unnið sér rúm meðal fremstu lausamáls- höfunda okkar frá öllum tímum. Á þeim áratug, sem síðan er liðinn, hafa gerzt þau tíðindi, sem hér þarf ekki að rifja upp, bókmenntir okkar rutt sér aukna vegi um allar jarðir og Halldór orðið eins konar oddviti íslenzkra höfunda. Sízt skal þetta vanmetið né vanþakkað. Það er vissulega stórviðburður í menn- ingarsögu okkar. En ekki má heldur ofmeta það né láta það villa sér sýn. Útbreiðsla bókmennta, frægð og frami eru mikils verð, en meira virði það innra vaxtarmagn, sem veldur þeirri þenslu. Starf oddvitans er mikilvægt, en ekki má í hetjudýrkun tímans láta hann skyggja á það lið, sem að baki honum stendur, — þótt raunar verði mér það því ljósara sem ég kynni mér bókmenntir betur, á hve fárra manna herðum þær hvíla oftast, þegar til lengdar lætur. En það vildi ég eink- um minna okkur á, að þessi merkilegi áfangi var ekkert takmark í

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.