Félagsbréf - 01.10.1962, Side 16

Félagsbréf - 01.10.1962, Side 16
GUÐBERGUR BERCSSON Píslarvættis missir kömmu eftir hádegi 24. september kom farandtrúboðinn Jafet Aronsson, fædd- u ur á Isafirði 1880, með kanadiskan ríkisborgararétt frá 1901, sendur til Is- lands 1930 sem umboðsmaSur og farandtrúboði Watch Tower Bible And Tract Society, á kassa aftan á palli sláturfélagsbílsins í réttir í þorpið Eyri. Farangur hans, auk kassans, var slitin skjalataska, sem hann geymdi í biblíumyndir og bækur, grátt ullarteppi, sem hann vafði um herðar sér til varnar gegn haust- nepjunni, og göngustafur. Þegar bíllinn hafði numið staðar hjá jarmandi réttinni, dró trúboðinn kass- ann sinn aftur á bílpallinn og staulaðist niöur á afturhjólinu. Ut úr bílnum stigu bílstjórinn, maður fremur hár vexti í leðurjakka og leÖurstígvélum, og magur unglingur. Hvorugur þeirra yrti á trúboðann, bílstjórinn sagði nokkrum mönnum að negla fjárgrindur á bílinn, en unglingurinn stóð þegjandi skammt frá trúboðanum og horfði á hann binda snærisspotta um kassann og töskuna og lyfta þeim á sig, kassinn í bak og skjalataskan fyrir. Eftir langt bjástur sat kassinn þægilega yfir hrygg trúboðans og hann leit til veðurs. Þoka lá yfir austurfjöllunum, hún var á hreyfingu og færðist stöðugt nser. Fyrst útlit var fyrir rigningu breiddi trúboðinn gráa ullarteppið yfir höfuðið og skjalatöskuna og horn af kassanum, lagði hann síðan frá sér á jörðina, breiddi betur yfir hann og lyfti byrðinni á sig að nýju. Bjástrið tók nokkuð langan tíma: þokan var komin yfir á norðurfjöllin og mennirnir höfðu lokið við að negla grindurnar á bílinn. Þannig hélt trúboðinn af stað niður að húsunum, eftir veginum sem greinist hjá símastaurnum og liggur sem troðningur heim að efri- húsunum, en beinn og breiður að neðrihúsunum. Trúboðinn hafði ekki lengi gengið þegar hann heyrði hratt fótatak að baki sér. Skömmu síðar gengu bílstjórinn og unglingurinn við hlið hans. Bílstjórinn sagði: Það er rétt hjá þér að skilja ekki dótið eftir hjá réttinni. Ætli ég viti það ekki, sagði trúboðinn. Þú kannast þá við fólkið hérna? Ég hef mína reynslu af því eins og fólki yfirleitt. í fyrstu ferð minni hingað

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.