Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 21

Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 21
FÉLAGSBKÉF 17 unglinginn sem skoðaði kápusíður bæklingsins, en á þeim var litmynd aí al- blóðugu sverði sem kom í ljósglampa niður úr himninum, eldur og blóð draup úr eggjum þess á biskupa og hauskúpubrotna presta, blóðugar bækur og peninga. Hálfnakinn maður stóð upp úr eldinum og fórnaði höndum móti mökkv- uðum himninum, Ijóshærður maður í vesti og með uppbrettar ermar teygðist af baksíðunni yfir á forsíðuna, óttasleginn stefndi hann eftir vegi sem á var ritað Flýjum til fjallanna. Ofar á þeim vegi, milli hárra klettahorga, stefndi mann- grúi út í gulleitt mistur, móti sólargeislum sem brutust gegnum þungbúin ský. A meðan unglingurinn skoðaði myndina og trúboðinn þagði, lét konan dæluna ganga: Pabbi hans er orðinn bílstjóri hjá sláturfélaginu. Hann tók bílpróf í fyrra og hefur komið sér Ijómandi vel hjá yfirboðurum sínum. Eftir nokkur ár segist hann geta unnið sig upp til að verða yfirmaður á bílaverkstæðinu, kaupið við það er svo miklu betra. Já, Hann hefur komið sér vel áfram þó óþægur væri. Kaupið er meira hjá fólki sem hefur prófin. Það var hann Jafet minn, sem við héldum að hefði brotið fjölina og mesta umstangið varð af. Þú manst. Nú eiga þau orðið hús á hitaveitusvæðinu í Reykjavík og tvö börn. Og hann hefur kostað þennan í níu mánuði í skóla fyrir treg börn. En ég hef alltaf sagt að nafnið mitt gæti lært — bara ef hann vill. Hvað lærðirðu í skólanum? spurði konan og sneri sér að unglingnum, sem varð strax feiminn og sagði svo lágt að varla heyrðist: Hvað segir kusa? Hún segir mö. Hvað segir hann boli? Hann segir bö. Þer hefur farið mikið fram, sagði konan ánægð. Þeir eru víst að kenna um dýrin. Láttu nú blaðið þitt inn í herbergi. Konan gaf trúboðanum þýðingar- mikið augnaráð. Meðan unglingurinn var fjarri, gekk konan fast upp að trúboðanum og sagði hvíslandi: Þau hjónin hafa verið svo fjarska óheppin með hann og börnin. Fyrsta kom löngu fyrir tímann, það var þessi, og varð að liggja í einhvers konar glæru hulstri fvrstu mánuðina. Þú hefur kannski séð myndina í blöðunuin. Læknarnir sögðu, að gengið hefði kraftaverki næst að hann lifði. Og þegar seinna barnið dó varð móðir hans mjög tæp. Þetta lagðist svo á sinnið á henni, En nú hafa þau komið sér ljómandi vel fyrir. Jahá, sagði trúboðinn. Hann japlaði stöðugt þótt hann hefði fyrir löngu lokið við kringluna. Augu hans hvórfluðu við og við að teppinu. Og eiga bráðmyndarlega telpu, sagði konan þegar hún sá unglinginn koma inn. Þessi heitir í höfuðið á honurn pabba sínum, ljúfurinn, og henni ömmu

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.