Félagsbréf - 01.10.1962, Side 22

Félagsbréf - 01.10.1962, Side 22
18 FÉLAGSBRÉF gömlu, og fjölskyldunni. Hún dró unglinginn til sín, kyssti hann og sagði: Hér kemur hann pabbi. Ég heyri í honum í ganginum. Um leið og hún sleppti orðinu steig inn úr dyrunum maður fremur hár vexti í leðurjakka og leðurstígvélum. Hann strauk rigninguna framan úr sér með flötum lófanum, settist við borðið og bað um kaffi. Kemur hann pabbi þinn ekki í kaffi? spurði konan. Ósköp er veðrið slæmt. Hann kemur seinna. Ég má ekki vera að neinu blaðri, sagði bílstjórinn önugur. Þetta er liann Sveinn, elzti sonur minn, sem við vorum að tala um rétt áðan. Þú manst sjálfsagt ekki eftir honum? spurði konan og vék sér að trúboðanum. Hvað heldurðu að hann muni eftir mér? Ekki þekkti hann mig þegar ég leyfði honum að sitja aftan á hingað. Komdu með kaffið. Ég man eftir þér. Þú brauzt kassann minn, sagði trúboðinn. Og hrópaðir á eftir mér. Konan hló: Hann var löngum slæmur. Ekki voru þeir betri hérna krakkarnir þegar ég fluttist hingað. Þcir gengu á eftir mér með hrópum: Sveina, ertu hreinn sveinn! Þá gekk ég með þennan. Mikið getur maður verið barnalegur. Þetta fékk svo mikið á mig man ég, að helzt datt mér í hug að snúa heim til ísa- fjarðar, — enda var ég langt komin á steypirinn. Alltaf er karlinn við sama heygarðshornið, sagði bílstjórinn í leðurjakkan- um. Að ég hafi brotið kassann! Viltu kannski að ég borgi hann á stundinni? Fimm hundruð kall og kvittun fyrir? Fæ ég kaffi? Konan hnippti í son sinn. Vertu ekki alltaf eins og strákur. Ég gæti vel trúað því á þig, eins og þú varst líka mikill fyrir þér. En segðu mér, Jafet minn, svo ég víki að öðru. Hvenær fórstu til Kanada? Jæja, þá braut ég kassann, og allt í lagi með það. Ég get brotið hann aftur — eða þessi getur brotið hann óviljandi, — maðurinn í leðurjakkanum benti á son sinn, sem meðan á þessu stóð hafði ekki haft augun af trúboðanum, eða ein- hver annar. Ekki getur maður verið sí og æ að staglast á broti eins helvítis kassa. Stolt né yfirlæti metur hvorki sannleikann né annað. En við Harmagedon hildarleikinn kemur stolt að engu gagni, sagði trúboðinn og skalf. Þarna heyrirðu, sagði konan. Þú hefðir strax átt að viðurkenna. Ég hef ekkert að viðurkenna, sagði bílstjórinn með þjósti. Og komdu með kaffið eða ég er farinn. Óskapar læti eru þetta, sagði konan og náði í kaffið. Ef þú ert saklaus er ekkert meira með það.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.