Félagsbréf - 01.10.1962, Page 24

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 24
20 FÉLAGSBHÉF Svona er hann alltaf, gefur sér ekki einu sinni tíma til að drekka kaffið sitt. Konan þagnaði en hélt síSan áfram: Þú veizt að n.aður spjallar um ýmislegt í rökkrinu, Jafet minn. Mig langar til að segja þér eitt. Ertu viss um að félagið sé lengur til? Trúboðinn svaraði engu. Konan hélt áfram: 1 fyrra haust var mér nefnilega gengið hér norður á mela — þar sem hermannaskálarnir stóðu; og ég er að leita sisona í ýmsu drasl’ sem þeir höfðu fleygt. Þá finn ég pening. Ég sagði manninum mínum frá þessu, og við fórum bæði að leita, en fundum ekki fleiri, — en það er önnur saga. Nú, mér lék hugur á að vita hvaða peningur þetta gæti verið, og fer með harin til hans séra Jóns. 1 ljós kemur — að þetta er útlenzkur peningur, og talsvert verðmætur. Svo erum við alltaf að tala um peninginn, og hvað við aettum að gera við hann. Jæja, svo í vetur les ég eitt kvöldið í ritunum þínum og rek augun í auglýsingu á bókinni Áreiðanleg velmegun. Ég þýddi þá bók, sagði trúboðinn hógvær. Nafnið var girnilegt, og ég vildi eignast bókina. Þá geri ég mér (erð í bruna- og hörkugaddi til hans séra Jóns og bið hann að skrifa til félagsi.is eftir hók- inni. Ég hefði auðvitað getað beðið með það til komu þim.-ar, en fyrst ég átti þennan pening, þá einhvern veginn. .. . Jæja, nú líður og biðui og ekkert svarið kemur, — þá fáum við bréf — á útlenzku, sem ég geri mér ferð með til hans séra Jóns; en þar segir, að þetta félag sé ekki lengur til. Og allt þetta á hreinni útlenzku. Nokkuð löng þögn varð unz konan reis upp frá borðinu og sagðist skyldu ná í peninginn. Hún var nokkra stund að leita að honum. Þegar hún kom aftur sagði hún: Það er margt annað sem farið hefur forgörðum í stríðinu, meira en okkur hér uppi á íslandi grunar. Götur hafa verið eyðilagðar og heilar hyggingar. I útvarpinu sögðu þeir, að stórborgin Berlín í sjálfu Þýzkalandi hafi verið sprengd í loft upp. Þaðan kom gasmaskínan mín. Hún er það mesta þing sem ég hef eignazt. í hvert skipti sem ferð er til Reykjavíkur læt ég spyrja um maríugler á hana. Ekki til í landinu, segja þeir í búðunum. Allt þetta vegna stríðsins. Ekki skil ég að Þjóðverjar séu hættir að smíða gasmaskínur, jafn- miklir snillingar og þeir voru. Aldrei kom stybba af henni, — og er ég samt næm fyrir allri stybbu vegna asmans. Og þó ég hafi þetta svokallaða rafmagn.... Nú langar mig að spyrja þig að einu: Þú vildir ekki skrifa fyrir mig og biðja um gler á hana? Hérna er peningurinn. ■ Trúboðinn anzaði ekki spurningu konunnar, leit ekki á peninginn, reis

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.