Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 26
22 F É L A G S B K É F Nei, sagði unglingurinn eftir langa umhugsun og hreyfði sig ekki. Þú hefur lært lygina, sagði trúboðinn. Nú ætla þau að beita þér fyrir sig til óhæfuverkanna. Þú skalt samt vita það, að þeir sem ofsóttir eru trúar sinnar vegna munu upphafðir verða. Ég veit þú munt grýta mig! Að svo mæltu gekk hann leiðar sinnar og skeytti ekki lengur um ungling- inn né aðra krakka sem hópuðust kringum hann. Þegar húsvitjaninni lauk, gekk trúboðinn að bíl sláturfélagsins, sem stóð við réttina. Verið var að lyfta fé á bílinn. Maður í regnkápu stóð á bílpallinum og tók á móti fénu. Trúboðinn kallaði til hans: Er þetta síðasti bíll? Já, svaraði maðurinn í regnkápunni. Hvenær fer hann? Einhvern tíma í kvöld með nóttinni. Eftir hallið. Get ég komizt með? Spurðu bílstjórann, hann Svein. Hann ræður því. Trúboðinn hóf leit að bílstjóranum og fann hann við hlið ómerkingadilksins ásamt hreppstjóranum, sem stútaði sig á flösku og reykti vindil. Kemst ég með bílnum? spurði trúboðinn. Bílstjórinn leit á trúboðann, síðan á hreppstjóra, því næst til veðurs, glotti og sagði: Ef Harmagedon hildarleikurinn verður ekki skollinn á. Mér virðist hann líta illa út í austrinu, — og skellihló ásamt hreppstjóranum, sem sagði: Iss. Eftir hláturinn spurði hreppstjórinn: Hvað er þetta Harmagedon? Bílstjórinn: Ég veit það ekki. Heimsendir býst ég við. Spurðu þennan. Iss, sagði hreppstjórinn. Að sumt fólk skuli ekki skammast sín að fara með þvætting og hreinan ósóma. Trúboðinn reyndi að fá ákveðið svar, en bílstjórinn sneri stöðugt út úr orð- um hans. Hreppstjórinn hló og sagði: Iss. Smám saman tók fólk og krakkar að hópast á staðinn til að taka þátt í gríninu ásamt hundum. Ef trúboðinn sagði eitthvað var mjálmað eða ropað. Það vakti mikinn hlátur og hundgá. Loksins gafst trúboðinn upp, gekk að lengri hlið ómerkingadilksins og lagði kassann á jörðina. Hann stóð þar lengi í rigningunni með teppið breitt yfir höfuðið og beið þess að hreppstjórinn gengi inn í dilkinn og fólk tæki að hóp- ast saman á veggina til að fylgjast með uppboðinu. Óðum rökkvaði. Loksins gekk hreppstjórinn inn í dilkinn og trúboðinn steig upp á kassann. Hann hafði valið þessa stund og þennan stað, þar sem orð hans náðu til flestra. Réttarstörfunum var að mestu lokið. Líffénu var hleypt úr dilkunum, og það sveimaði þreytt um heimahagana. Hreppstjórinn bauð npp ómerkinga. Trú-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.