Félagsbréf - 01.10.1962, Page 27

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 27
FÉLAGSBRÉF 23 boðinn sagði frá valdi djöfulsins og ógnum helvítis. Fólkið hló á réttarveggjun- um. Sigað var hundum fyrir styggar rollur. Regnið small á grjótinu. Nýfermdar stelpur töluðu um dansleikinn og héldu kápum yfir höfði sér. Hundarnir trítl- uðu í kringum réttina, ráku upp snöggt gelt eða þefuðu af lambaspörðum eða aftan af hver öðrum. Trúboðinn hrópaði í regninu um kirkjur, presta og pre- láta, nunnur, munka og biskujja, kardínála og kennisetningar, — og allt þetta mundi eyðast í Harmagedon hildarleiknum. Við eitt réttarhornið hafði krakka- hópurinn safnazt saman til að éta feng sinn, stolnar rófur, mjálma og siga hundum. Hestarnir stóðu bundnir við lilið dilkanna eða hímdu með annan afturfótinn í hvíldarstöðu í hléi undir veggjunum, þreyttir og sljóir, og regnið draup af faxinu. Stundum kipruðu þeir húðina þegar kaldur dropi féll eða blökuðu eyrunum. Kona skammaði tvo samfasta hunda. Uppboðinu lauk, fólk tíndist af veginum og úr réttinni. Trúboðinn steig niður af kassanum, og myrkrið nálgaðist óðfluga. Meðan trúboðinn batt snær- inu um kassann, hópuðust krakkarnir um hann. Þeir höfðu komizt að raun um að unglingurinn var öðruvísi en þeir. Stór strákur d'ró hann á haustaki og slengdi honum harkalega á trúboðann, sem bograði yfir kassanum og najst- um féll við áreksturinn. Hann náði samt jafnvægi og greip til unglingsins: Þú veizt ekki nær þú stendur höfuðlaus í helvíti! Athugasemd trúboðans vakti mikla gleði, hlátur, og ámátleg óp. Nokkrir slöttólfar ætluðu að grípa unglinginn á ný og hrinda honum, en hann sleit sig lausan og hljóp með flaxandi kápuna út í rökkrið. Allur krakkaskarinn fylgdi æpandi eftir. Trúboðinn lauk því við að binda um kassann í ró og næði, kom honum á bakið og hljóp við fót að bíl sláturfélagsins. Ertu ekki að fara? kallaði hann til bílstjórans, sem lagaði grindurnar. Nei, ekki strax. Ekki fyrr en eftir ballið. Trúboðinn hugsaði sig um. Hann þorði ekki að treysta orðum bílstjórans, og ákvað því að víkja ekki frá bílnum til að vera öruggur um að hann færi ekki á undan sér. Hann lagði kassann á jörðina og beið í skjóli stýrishússins unz bílstjórinn lauk viðgerðinni á grindunum og steig inn í bílinn. Ertu ekki að fara núna? spurði trúboðinn og fát kom á hann. Bílstjórinn svaraði engu, glotti og setti bílinn í gang. Síðan ók hann hægt af stað og skeytti ekki um hróp trúboðans, sem hljóp á eftir honum og reyndi að koma kassanum á bakið. En bíllinn ók ekki veginn til Reykjavíkur, hann ók veginn niður að neðiibæj- unum, fram hjá símastaurnum, þar sem vegurinn skiptist, og nam staðar á

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.