Félagsbréf - 01.10.1962, Page 29

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 29
FÉLAGSBRÉF 25 Kemur mér |>að nokkuð við? Drepstu ef þú vilt drepast. Að svo búnu hvarf bílstjórinn. Torgið var næstum autt. Ljósin lýstu dauf- lega við tröppur samkomubússins. Marmonikkurnar þögnuðu, fólk kom fram á tröppur samkoir.uhússins, hljóp yfir torgið að húsunum, og allt varð hljótt. Fólk borðaði kvötdmatinn. Alit í einu reis trúboðir.r: upp af kassanum og færði hann að afturhjólinu, ktil.aði upp á það og með herkjum lyfti hann kassanum upp og kom honum ásamt teppinu, töskunni og stafnum yfir grindurnar, sjálfur klifraði hann á eftir. Þegar hann sat klofvega yfir grindunum svimaði hann og lét sig falla. Kindurnar ruku upp og trúboðinn féll af bökum þeirra ofan í svaðið á bílpall- inum. Óhi'.idrað lét hann það troða á sér. Síðan lagðist það niður aftur og smám siinari lann trúboðinn hlýjuna frá likömum þess. Og í hlýjunni óskaði hann sér Jauða. E:i hami dó ekki. Skömmu eftir miðnætti 24. september læddist farandtrú- boðinn Jafet Aronsson, fæddur á ísafirði 1880, með kanadiskan ríkisborgara- rétt frá IVOl, sendur til íslands 1930, sem umboðsmaður og farandtrúboði Watch Tower Bible And Trae’. Socicty, ofan af bíl sláturfélagsins framan við einbýlishús a hitaveitusvæðinvi í Reykjavík og glotti beisklega þegar hann rölti niður Skúlagötuna með grátt ullarteppi, slitna skjalatösku, kassa og göngustaf. Myndskreyting eftir Tómas Tómasson.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.