Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 30
Abram Tertz:
rödd úr myrkviðnum
rið 1959 birtust í Frakklandi tvö stutt verk, ritgerð og skáldsaga, eftir óþekkt-
x an rússneskan höfund, búsettan í Sovétríkjunum. Verkin birtust fyrst í
tímaritum (Réttur er settur í Kultura; Um sósíalrealisma í Esprit), en hafa
síðan birzt í bókarformi og verið jjýdd víðs vegar. Um höfundinn er ekkert
vitað annað en það sem lesið verður úr verkum hans; handritum hans er
smyglað eftir óþekktum leiðum frá Sovétríkjunum til Frakklands. Hann skrifar
undir nafninu Abram Tertz; það er sótt í vinsælan stúdentasöng rússneskan, —
sem nú hefur verið bannaður. Síðan 1959 hafa enn borizt handrit frá Tertz:
síðastliðinn vetur birtust í París fimm „furðusögur“ (Fantasticzeskije Soczinni-
eniya; ein þessara sagna, Grýlukertið, birtist í þýðingu í brezka tímaritinu
Encounter, febrúar 1962).
Bókmenntaviðhorf Abrams Tertz birtast að vonum skýrast í ritgerð hans Um
sósíalrealisma; þessi sömu viðhorf standa svo í öðru ljósi í sögu hans, Réttur
er settur, þau eru undirstaða og grundvöllur sem hann freistar að byggja á
eigin skáldskap. Tertz vísar sósíalrealismanum á bug, hann sé ekki sósíalískur
og þaðan af síður raunsæilegur heldur nýuppvakinn klassisismi og skyldastui
skynsemisbókmenntum 18. aldar. Þetta kemur raunar heim við þá skoðun að
sovétveldið sé beinn arftaki hins forna keisararíkis, að stórveldisdraumar Péturs
mikla og annarra Rússakeisara gangi aftur í ílöngun núverandi ráðamanna að
„frelsa“ umheiminn til kommúnismans. í Rússlandi hafa bókmenntir ævinlega
verið háðar meira eða minna aðhaldi ríkisvalds; sósíalrealisminn, hin opin-
bera bókmenntastefna, er núgildandi krafa ríkisins til bókmennta: að þær miði
að því að „byggja upp“ kommúnismann, syngja „markmiðinu mikla“ (sem
margt er rætt um í báðum bókum Tertz) lofgerðaróð. Maður sem trúir efast
ekki, hann rökræðir ekki um eða við guð sinn, lætur sér nægja að lofa verk
hans. Núverandi ríkistrú Sovétríkjanna, kommúnisminn, gerir þá kröfu að alll
lúti sér, miði að „markmiðinu mikla“: framtíðarsæluríki fullkomnaðs kommún-
isma. Þetta er hlutverk bókmenntanna, ekki raunsæileg lýsing samtímans, hvað