Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 34

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 34
30 FÉLAGSBRÉF Á heimilinu er ekkert, sem hvetur fóst- ursoninn til að afla sér þeirrar há- menntunar, sem síðar setur svo mjög mark á manninn og skáldið: í hillum stendur engin bók, og á veggjum hangir ekkert listaverk. Á heimilinu elzt hann upp við ákveðið umburðarlyndi í trúmálum og stjórnmálum, hann er að vísu sendur í sunnudagaskóla og segir sig hafa orðið fyrir áhrifum af samkomum hjálpræðishersins í portum og á torg- um, en þó er það sennilega ekki fyrr en síðar, að trúarlegir strengir fara að óma af ákafa í sál skáldsins, við lestur biblíunnar sjálfrar, og einkum eftir að hann kynnist bók Thomasar a Kempis, De imitatione Christi. Það er á sama tíma sem annað norrænt skáld les sömu bók af miklu kappi, skáld, sem um þær mundir var „á grenjandi túr í Evrópumenningunni“, Halldór Kiljan Laxness. Prófessor Carl Fehrman segir í bók sinni um Gullberg, sem hér er helzt stuðzt við: „Það var þjáningin og kross dauðinn, sem opnaði Gullberg leið- ina að tilfinninga- og myndheimi kristninnar.“ Hann hefur gengið fyrir þér og borið sinn kross, hann hefur dáið fyrir þig á krossi, svo að einn- ig þú megir bera þinn kross og vera fús að deyja á krossinum. Skáldið, sem hefur tileinkað sér svala efagirni goðsagnanna, býr í aðra röndina yfir ríkri trúarþörf: Það dregst að heit- um upprunaleika dulhyggjunnar: Wenn Skepsis und Sehnsucht sich be- gatten, dann entsteht Mystik, segir Nietzsche. Hjalmar Gullberg er tví- hyggjumaður. Hann skilur þá báða herra Bernharð frá Clairvaux og knapa hans í kvæðinu Vatnið, dul- hyggjumanninn, sem hefur lokað skiln- ingarvitum sínum og gengur sinn hring í guðdómlegri upphafningu, og raunhyggjumanninn, sem skoðar hin ytri fyrirbrigði, undrast, spyr, efast: Minn herra ei skynjað hafði þennan dag hið bjarta vatn né fuglsins lofsöngslag. Þótt sannanlega söm væri okkar leið, hann aðrar slóðir einhvern veginn reið, Aldrei skil ég, sem er hans knapi þó, minn blessaða herra Bernharð frá Clairvaux. Það var einhver vinur Gullbergs, sem sagði honum þessa sögn um Bernharð, sviðssetninguna annaðist síðan skáldið sjálft. Mér datt í hug hvort Ingmar Bergman hefði að sínu leyti sótt hugmynd héðan, þegar hann var að setja á svið upphaf Sjöunda innsiglisins — riddarinn og knapi hans á ströndinni. Dulhyggja Gullbergs er æði víð- feðm. Hún getur verið óðfræðilegs eðlis, kall skáldsins er heilagt og stórt, þó að skáldið fjalli um það hversdags- legum orðum og í glaðklakkalegum tón: Skáldið skal vera vökull vörður hjá tímans fljóti, heilskyggn á lifandi lýða örlög og æviferð,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.