Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 36

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 36
32 FÉLAGSBRÉF legt, að ekki sé sagt hversdagslegt orðalag í túlkun sinni á kristnum helgisögnum, þetla gefur frásögninni nýstárlegan en um leið einkennilega nálægan blæ, lesandinn skynjar í senn tilfinningu skáldsins fyrir nær- veru Guðs og fjarveru. Gott dæmi er kvæðabálkurinn Nóttin helga, sem eig- inlega er byggt upp eins og miðalda- helgilei'kur. Tónskáldið Hilding Rosen- berg hefur samið tónlist við þetta verk og nú er það flutt á aðfangadagskvöld jóla á hverju ári í sænska útvarpið. II. Hjalmar Gullherg tók stúdentspróf 1917 og hóf síðan nám við háskólann í Lundi. Hann lagði einkum stund á bókmenntasögu og tungumál, sérílagi klassisku málin, latínu og grísku. — Kynni lians af fornri menningu og bókmenntum móta hann mjög, og þessi kynni leiða til þess að hann gerist einn Tnikilvirkasti þýðandi Svía. Hann þýðir marga af harmleikjum Sófókles- ar og Evrípídesar, ásamt félaga sín- um frá stúdentsárunum í Lundi, Ivar Harrie, þýðir hann og staðfærir tvo gamanleiki Aristofanesar. Lysiströtu og Fuglana, hann snýr harmleikjum Racines og gamanleikjum Moliéres á sænsku, glóandi dulhyggju spánska átjándualdarskáldsins Juan de la Cruz, lýriskum og blóðheitum alþýðulýsirig- um Garcia Lorca, og skáldkonan Gabriella Mistral á túlkunum hans ugglaust að þakka það, að hún hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann fer í námsferðir suður í lönd, til Frakk- lands, Þýzkalands, Italíu og Grikk- lands, og í París býr hann á hótel Corneille við Odéon, einungis af því að öll herbergi voru upptekin á hótel Racine, eins og hann hefur sjálfur komizt að orði. Af þessum ferðum hef- ur Grikklandsferðin 1932 mest áhrif á Gullberg, goðsagnirnar verða lifandi á staðnum. Og í kynnum hans af bók- menntum verður það Evrípídes, sem hann tekur mestu ástfóstri við. Gull- berg kemst svo að orði: „Hjá Evrípí- desi fann ég vandamál, sem ég þekkti frá okkar tímum, hið tvíbenta eðli mannsins, baráttuna milli liins andlega og frumstæða í eðli hans.“ Um Evrí- pídes yrkir Gullberg kvæðið um ein- búann á Salamis. Hann hyllir þann sem býr einn í helli á eyju, því að ver- öldin þarfnast einhvers, sem vakir og hlustar, eins og andlegur njósnari við landamæri tilverunnar. Annars yrkir Gullberg sjaldan um einstaka menn. Þó að hann sé í eðli sínu einstaklingshyggjumaður, er hetjudýrkun lionum jafn fjarri skapi og flokkslínur og hópsefjun. Þegar goðsögurnar verða honum að yrkisefni, eru það hugmyndirnar, sem þær fela í sér, sem fanga hug hans og ímyndunarafl: túlkun hans er þá oft sem tvíbotna, það sem gerist nú og það sem gerðist þá fléttast saman líkt og hjá Hölderlin, þó að tungutakið sé annað. Narcissos, unglingurinn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.