Félagsbréf - 01.10.1962, Page 40

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 40
36 FÉLAGSBRÉF skáld sem leiðir saman ferskastar hug- myndir tímans og gömul og ströng form klassiskrar grískrar ljóðagerðar, skáld, sem leiðir saman klassisk minni mannsandans og óróleg órímuð form tuttugustu aldarinnar. Stíllinn er að verða að samtenging, samruna fyrri þátta. í tveimur síðustu bókum sínum heldur skáldið áfram þessa braut; Terziner i okonstens tid (nafnið er ill- þýðanlegt) kom út 1958 — hún er oit að miklu leyti undir bragarhættinum terzinur — hugmyndina fékk Gullberg, þegar hann þýddi brot úr La divina Commedia Dantes, sem hann þurfti að vitna til, þegar Eyvind Johnson tók sæti í sænsku akademíunni. Síðasta bók Gullbergs heitir svo Augu, varir og kemur út 1959. Spurning er, hvort list skáldsins rís ekki hæst þar. Það eitt út af fyrir sig er afrek, að sá sem yrkir, dregur fram lífið í eins konar gervilunga, svo að höfuðið eitt stendur hreyfanlegt upp úr: Það er eins og sagan um Orfeus sé orðin lifandi á nýjan leik. En glíman við dauðann hefur gefið skáldinu aukna dýpt og eins konar heiðríka bersýni: hann yrk- ir ekki lengur nema um það sem mestu máli skiptir: Ord ur en mun som inte sjiilv kan tala, en konst som mer iir vadjan och dekor iin konst, ar vad jag bjuder: de verbala resterna av en bildprakt som förgár. Ólíkt því sem mörg skáld önnur reyna, þá hefur guðrækni skáldsins ekki farið vaxandi með árunum. 1 Helgrimu og lystigarði eru í senn kristin minni og goðsagnaminni seni fyrr, en þegar þeim er teflt saman, Appoloni og Kristi, er sem skáldið hallist fremur á sveif með guði skáld- skaparins. í Augu, varir verða fyrir- brigði náttúrunnar tákn lífsins og verðmæta þess, bjarkarilmur, líkami við líkama, en jafnframt verðmæta, sem ná út yfir gröf og dauða: skáldið sér strönd, haf og brún segl, sem það hefur borið í brjósti sér í ár og daga. Skilningarvitin verða nakin, stórfelld: augu til að sjá með, augu til að lýsa, varir til að kyssa, varir til að syngja. 1 ljóðheimi Hjalmars Gullbergs er næturgali sem með söng sínum flytur boðskap, þar er sjávarfugl sem flýgt'1' einn sér í ígrundan og klassiskri upp' hafningu, þar er liljublóm, sem er troðið á, en rís þó upp og drjúpir höfði eins og maður á krossi. Og þar er haf, sem niðar: dulardimmur haf- sjór: Ei hafsjór dulardimmri finnst né dýpri móSurkviSi. Enn blundar minning meS oss innst frá mjúkum, ljúfum niSi.... Af sæ þeim kominn sof þú, prins, í Danmörk. AS vera eða ekki — viShorf tvenn hann vissi í hverju efni. Þér mætti engin mótsögn enn hjá mömmu í fastasvefni. Sof, prins og ekki prins í senn, í Danmörk.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.