Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 41

Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 41
FÉLAGSBRÉF 37 Þinn íöður huggar erfiöl, og aðra muntu ei hryggja. Þú ekkert þarft um ævidvöl af ætt né riki að þiggja. Sof, prins, í lausn frá kæti og kvöl, í Danmörk. Þessi vögguvísa yfir andvana fædd- um prinsi mun vera ort fyrir áhrif af Hamlet-túlkun Gösta Ekmans. Sjór- inn er veraldarsjórinn, lífssjórinn í móðurkviði líkt og hjá Chagall, það er sem skáldið segi: Af hafi ertu kominn, að hafi skaltu aftur verða. Örlög skálds- ins verða táknræn: Hjalmar Gullberg drukknaði í fyrrasumar. Það var engu líkara en hugsun fæl- ist á bak við. Aldarfjórðungi áður hafði Gullberg ort: Med havets visa iir jag förtrogen. Berget och skogen . má andra prisa. Frán kvall till gryning, i sömn och vaka med strandens dyning mitt hjarta slár. Frán urtidsnatten hör jag hans stámma som delar vatten och skapar ljus. Vad kan mig skrámma? Ifár ár jag hemma i fadersfamnen vid havets brus. IV. Ljóðin í þremur síðustu ljóðabókum Gullbergs munu lítt eða ekki vera kunn á Islandi, enda nálega ekkert verið þýtt; má það heita skiljanlegt, því varla mun það teljast áhlaupaverk að snara þeim á aðrar tungur. Sérstaklega er mér ekki grunlaust um, að terzínurnar i næstsíðasta ljóðasafninu myndu revn- ast ísienzkum skáldum og ljóðaþýður- um þungar í skauti. Um fyrri kvæði Gullbergs erum við ólíkt betur sett, og þó að sú mynd sem við höfum fengið af skáldskap Gullbergs sé ekki heil og í vanti þar sem hann reis hæst og kafaði dýpst undir lokin, má þó við una: fáum erlendum skáldum munum við hafa kynnzt betur. Magnús Ás- geirsson tók snemma ástfóstri við Gull- berg. Hann þýddi mikið úr sænsku; í fyrstu mun Fröding hafa fangað hug hans mest, cn er á líður finnur hann æ meira til skyldleikans við Gullberg, þýðir fyrst einstök kvæði og loks heila ljóðabók: Að sigra heiminn. Gullberg hefur því lengi verið kunnur og dáður af íslenzkum ljóðaunnendum og þýð- ingar Magnúsar voru með því óvenju- lega handbragði, að liggur við manni finnist hafa orðið sjónarsviptir í ís- lenzkum bókmenntum við lát þessa er- lenda skálds. Og þeir sem kynnzt hafa verkum Hjalmars Gullbergs munu ljúka upp einum munni um það, að þar gekk eitl dýrlegasta skáld, sem Norðurlönd hafa alið á þessari öld.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.