Félagsbréf - 01.10.1962, Blaðsíða 42
Framtíð manns og heims
TPorvitnin beinir auguni í allar áttir, en glöggt verður ekki séð nema til líð-
andi stundar og fortíðar. Hulum framtíðarinnar hefur ekki tekizt að lyfta
þrátt fyrir endurtekna viðleitni sagnfræðinga, heimspekinga og náttúrufræðinga.
Margir telja, að einna skörpust sýn til framtíðarinnar hingað til komi fram
í mjög svo stórbrotinni og alþýðlega fram settri bók, sem franskur vísinda-
maður sendi frá sér fyrir skömmu, og nefndi Histoire de l’Avenir. Hlaut hann
Nautilus-verðlaunin frönsku fyrir bókina, sem hefur vakið geysiathygli. Dr.
Broddi Jóhannesson hefur nýlega lokið við að þýða þessa bók á íslenzku, og
kemur hún innan skamms út hjá Almenna bókafélaginu sem bók mánaðarins
fyrir október undir nafninu FramtíS manns og heims.
Höfundurinn, dr. Pierre Rousseau ])rófessor, er 57 ára að aldri og heíur sent
frá sér 16 bækur. Mun hann í hópi fremstu rithöfunda lieimsins, þeirra sem
skrifa alþýðlegar bækur um vísindaleg efni, enda hefur hann hlotið margs
konar viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. tvisvar sinnum hjá frönsku akademí-
unni. Það sem fyrst og fremst einkennir bókina Framtíð manns og heims er
hin víða, skarpa sýn, hvort heldur hann lítur um öxl eða fram á leið. Undir-
stöðulögmál hans er, að sömu orsakir hafi sömu afleiðingar, jafnt í framtíð
sem fortíð. Hann byrjar því á að kanna fortíðina og leitar þar jöfnum hönd-
um fyrir sér á sviði fornfræði, sögu, mannfræði, jarðfræði, stjarnfræði, líffræði
og hvers kyns tækni og þróunar hennar. Frá fortíðinni fetar hann sig yfir í
samtíð og frá samtíð til framtíðar. Fyrsti þáttur fjallar m.a. um vísindin fyi'r
á tíð, sem döfnuðu við fögnuðinn af því að vita og skilja, en breyttu ekki ásýnd
heimsins í neinu — og vísindi nútímans, sem höf. telur auðkennast af sigur-
gleði, fögnuðinum af að sigra, leggja undir sig. Vísindamennirnir séu „nýtízku
málalið“, jafnvel mansalslýður, sem höfðingjar heimsins kaupi til starfa. Og nu
séu vísindin frumþáttur hinnar sögulegu framvindu.