Félagsbréf - 01.10.1962, Page 53

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 53
FÉLAGSBRÉF 49 kvæði skáldsins birtast bæði ytra og innra í ljóðunum: hann er sem á hvörfum tíma og viðhorfa, „alls tákvi eða einskis“. Formleitinni er samfara innra staðfestuleysi margra ljóðanna; þótt Ijóðmálið sé oft glæsilegt á vtra borði brestur það stundum dýpra inn- tak og skírskotun þess verður reikul, geigar þegar í hendi höfundar. Þetta á einkum við hin lengri ljóð bókar- innar, hinum styttri tékst Þorsteini oft að búa fastara form, gjarna nieð meiri eða rninni viðmiðun við hefðbundið form, ljóðstafi og rím. Og Ijóðhefðin er alls staðar furðu nærri þessari bók þrátt fyrir frjálsleikasvip margra ljóðanna: les- anda virðist höfundur glíma við sjálfl formið ljóð eftir ljóð og takast bezt upp þegar honum lánast að aga hefð- ina til undirgefni án þess þó að segja skilið við hana. Hann býr að þrótt- uuklu, upprunalegu málfari, fersku og fornlegu í senn; og þar sem formið lýtur vilja hans til fullnustu takast bonum oft hnitmiðuð, einföld ljóð, gjarna byggð um þjóðsögumagnaða niynd eða h'kingu, en glædd af næmri °g persónulegri tilfinningu. Þorsteinn er innhverft skáld, en þegar hezt tekst í þessum ljóðum lánast honum að búa persónulegum vanda sínum ljóðform sem hefur almennara gildi; þar er Wyndvísi hans og málfar honum höf- uðstuðningur. I nýjum ljóðum, Lifandi manna ^ndi, er Þorsteinn frá Hamri í nýjum áfanga. I þessum ljóðum er einfald- leiki höfuðkrafa, ljóðstíllinn er orðinn frjálsari í sniðum og um leið sjálf- stæðari, staðfestulegri, en áður var. Formleitin, formvandinn er ekki jafn knýjandi og áður, skáldið er sjálf- stæðara gegn arfi sveitar og sögu án þess að hin upprunalegu jarðtengsl ljóðs hans séu rofin. í Tannfé glitr- aði víða á æskuglaða bjartsýni, hún vó þar salt við ugg hins rótslitna, malarbúans í hörðum heimi og tví- sýnum: ljóð hans varð annars vegar íhugul sjálfspeglun í heldur óljósu táknmáli, hins vegar hnitað myndljóð sem þó var ekki síður innhverft. Þessi bjartsýni á enn innangengt í ljóð Þor- steins, en hún hrósar þar engan veg- inn sigri. Hins vegar virðist honum orðin ljósari staða sín og ljóðs síns; þótt mörg beztu ljóð hans séu inn- hverf og dul sem fyrr er sjálfspeglun hans ekki jafn þröngsýn, sjálfbundin, ljóðið fyrir vikið fullgildara. Eg vænti mér ekki hlífðar en dalur hví ertu mér harðleikinn og hef ég þó eingu níði farið um þessa byggð; þessar einföldu hendingar úr Tann- fé handa nýjum heimi birta nakinn vanda Þorsteins frá Hamri, bæði hinti ytri vanda forms og formhefðar og hinn innri vanda skáldsins sjálfs, sem raunar eru ævinlega af sama toga. Og þessi er í raun vandi allra nútíma- skálda á íslenzku: þeir hljóta að finna ljóði sínu stað í nýjum og síhverful-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.