Félagsbréf - 01.10.1962, Page 56

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 56
52 FÉLAGSBRÉF lesanda minnilegur úr sögu hans; en enn sem komið er virðist hann alltof stopull og valtur í sessi í ljóðunum. Þeir Guðbergur og Baldur Ragnars- son eru víst engan veginn „skyldir“ höfundar, en ljóðagerð beggja sýnist mér verð athygli af skyldum rök- um: báðir ástunda þeir alvarlega formleit, og báðir beina þeir viðleitni sinni út á við, ef svo má taka til orða, freista þess að búa „hlutlægum“ ytri viðfangsefnum ljóðform. Guðbergur er með öllu óháður eldri formhefð, frjáls af henni einnig í þeim skilningi að uppreisn gegn hefð er honum sízt aðal- atriði; hann leitar eigin forms. 1 sam- bærilegri leit sinni tekur Baldur hins vegar gjarnan mið af hefðbundnu ljóð- formi, formvandinn er ekki nákominn sjálfri list hans eins og Þorsteins frá Hamri, en hann freistar þess stundum að fella ljóð sitt í meira eða minna hefðbundið form, eða sveigja formið til móts við ljóðið og efla því svo styrk. Þetta getur tekizt vel (Tengsl, Áning) en flest eru þessi ljóð á til- raunastigi enn, ’og hin óbundnu Ijóð Baldurs virðast að svo komnu einlæg- ari: viS höfum gleymt að hlusta eftir hvísli hjartans um lúgvært líf moldarinnar um sæla þögn ljóssins um hljóðlátan sannleik hinna smáu hluta, (Við höfum gleymt) segir í einu ljóði hans; og þetta smá- gera líf virðist honum hugleikið, til- finning hans þar einlæg og heil. Hins ber þó að geta að í þessum ljóðura a.m.k. virðist Baldri meira í mun að lýsa yfir ást sinni á þessu lífi en túlka það sjálft í ljóði; það virðist ekki óeðlilegt ljóði á tilraunastigi og stend- ur væntanlega til bóta. Bók Baldurs, Undir veggjum veðra, er annars býsna fjölskrúðug og ber a.m.k. vott góðum vilja til skáldskapar; hann hefur m.a. lagt rækt við prósa- ljóðið, fíngerðast ljóðforma, og tekst þar sumt vel. Takist honum að efla sér trúverðugt Ijóðmál (eins og stend- ur virðist allt of margt þar alltof yfir- borðslegt) má vænta góðs af ljóða- gerð hans: skáldvilji, skáldmetnaður er ekki nóg, til þarf að koma fágun, rækt, agi, auk hinnar góðu gáfu. Og vinnubrögð Baldurs virðast sem sagt horfa í rétta átt. VI. Jörð úr ægi eftir Matthías Johnnessen er einhver metnaðarfyllsta skáld- skapartilraun sem hér hefur verið gerð um sinn. Og þótt álitamál sé hvort skáldið hefur erindi sem erfiði hlýtui lesandi að reyna að meta viðleitm Matthíasar í heild, kanna hvers hann freistar, hvað honum tekst raunveru- lega og hvað ekki, áður en nokkur við- hlítandi dómur verði lagður á verkið- Af fyrstu ljóðum Matthíasar, Borgin hló, birtist berlega að honum lætur ekki að yrkja í hefðbundnu forrm: rímið leiddi skáldið þar gjarna út u

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.