Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 57

Félagsbréf - 01.10.1962, Qupperneq 57
FÉLAGSBRÉF 53 þekju. Beztu Ijóð þeirrar bókar eru í háttlausu frjálsu formi, og síðan hefur Matthías enn haldið lengra í þá átt- ina í Hólmgönguljóðum og Jörð úr ægi. (Þær fáu hendingar hans sem rímaðar eru í þessari bók bera því enn vitni að rímlist er honum ekki töm.) Ljóðstíll Matthíasar er breiður, um- fangs- og umsvifamikill og leitar víða fanga í myndum og líkingum; orð- glaumur og orðgleði einkenna málfar hans og allan stílsmáta. Það er ekki sneið að atvinnustétt Matthíasar ef maður kallar þennan stíl blaðamanns- legan: mörg ljóð hans eru einhvers konar ljóðrænuspjall, mestallt á yfir- borði og losaralegt í sniðum, en með viðkomu víða. Hér er þó ekki nema hálf saga sögð; Matthías ætlar ljóðum sínum sýnu meiri hlut en þennan. — Hann vill taka upp tímabær viðfangs- efni, yrkja skorinort í þeim skilningi að ljóð hans höfði beint til líðandi stundar; eins og fleiri ungra skálda er Ijóðmál hans einrætt og leitar um- svifalausrar skírskotunar. 1 Jörð úr ægi reynir hann að fella persónulegt yrkisefni, eigin lifaða reynslu, í miklu altækari heild; viðfangsefni hans er landið og öldin: ástarsaga skáldsins ^eð landið sjálft í baksýn, á viðsjár- verðum tímum með ógn aðsteðjandi. Heiti verksins vísar að sjálfsögðu til ^öluspár, til þeirrar jarðar sem vonir standa til að eitt sinn rísi úr ægi, skírð úr hreinsunareldi tímans. Af þeirri von segir verkið á mörkum uggs og bjartsýni, en með æskuna, landið, ástina sem leiðarljós: Við erum nýr dagur á leið vestur heiði, það er teymingur eftir góða ferð: tvísýnn dagur jafnhvítur og Langjökull er óvæginn á bringuna. (VII) Þannig lýkur Jörð úr ægi; og í þess- um línum tengir Matthías saman hinn persónulega og hinn almenna þátt verksins, bindur von þess í einni sterkri og hnyttilegri mynd. Að formi er Jörð úr ægi samfelldur Ijóðaflokkur, en það er ekki epískt verk; allur tónn þess er ljóðrænn og enda viðhorf höfundar við viðfangs- efni sínu ljóðræns eðlis. Hér kynnu fastari tök að hafa hæft betur, í heild brestur Jörð úr ægi óneitanlega form þótt fleiri rök komi þar að vísu til. Þar fyrir er tækni Matthíasar í verk- inu allrar athygli verð. Ljóðstíll hans á að vera sem altækastur, höfundur heimtir sér tilvitnanir víða að úr ís- lenzkum bókmenntum eldri og yngri, skírskotar stöðugt beint og óbeint til verka annarra skálda og til sögu lands- ins, til samtímans hér og nú, tiltekins landslags, ferðamannaslóða heima og erlendis. Þannig er annað meginstef verksins („vindurn, vindum vef darr- aðar“) alkunnugt úr Darraðarljóðum, hitt („rauðhesta gestir ríða í garð“) með óm úr þjóðsögu eða ævintýri; og á sama hátt mætti lengi rekja dæm-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.