Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 59

Félagsbréf - 01.10.1962, Síða 59
FÉLAGSBRÉF 55 tíðara, verða skírskotanir höfundar marklitlar eða hégómlegar eða bara persónulegar og óviðkomandi. Dæmi alls þessa eru næg þegar í fyrsta kafla verksins, sjálft upphaf hans þar sem höfðað er til Stephans G. (Við verka- lok) er einmitt ljós vottur um mark- lausa og misheppnaða „skírskotun“; hún opnar ljóðinu enga nýja skáldlega vídd eins og þó hlýtur að vera tilætlun- in. Þar við bætist skömmu síðar hé- gómaskapur („bros mitt var Gódót“) og enn síðar óviðkomandi einkamál („bjartan dag í Mont Saint Michail"); og þótt fyrsta ljóðið sé að vísu óvenju laklegt mætti rekja skyld dæmi verkið á enda. Nákomið þessu er þróttleysi niálfarsins með köflum; þótt margt sé gott um málviðleitni Matthíasar eru tök hans þar ekki síður brigðul og drepa góðri viðleitni víða niður á dreif. Ljóðmálið verður marklítið, slitið eða bara fáfengilegt, brestur hnit- niiðun og staðfestu. Þannig eru hinar stÖðugu guðslíkingar Matthíasar næsta tnarklitlar að mínu viti, og enda mis- ^oðið með sífelldri endurtekningu it-d. „útsaumur guðs“, „ísaumur guðs“, »málverk guðs“, „teppi guðs“, allt um Éndslag). Skyn hans á ferskleik máls og mynda Grðist ærið brigðult ekki síður en smekkvísin; sums staðar eru líkingar hans svo notaðar orðnar og hversdags- ^egar að upprunalegt inntak þeirra er ^orfið út í veður og vind („ung og hfein eins og nýfallinn snjór“, um konu), annars staðar langt of hæpnar eða ódýrar til að ná áhrifum („Ég er lax í hvítum streng, þú ert beita á grænum kjól“). Væru þessi dæmi, og önnur sambæri- leg sem nóg er af í verkinu, viðhlít- andi þyrfti ekki að fjölyrða um skáld- skap Matthíasar Johannessens. En nú er hitt mála sannast að víða tekst hon- um miklu betur upp, lánast í fáum línum, einni mynd, að segja meira en á löngum teygðum ljóðsíðum: SíSan óx líf okkar úr lúðum dögum eins og vetrargult tungl úr skauti Esjunnar; (IV) og þar sem mál hans er einfalt, útúr- dúra- og uppþembulaust, getur ljóð hans orðið einlægt og hreinlegt og sannfærandi eins og efni standa til. Vera kann að maður megi ekki krefj- ast of mikillar einbeitingar, ögunar af Matthíasi; kostir hinnar frjálslegu lausamennsku eru að sínu leyti margir, og svo altækur ljóðstíll sem höfundur virðist stunda eftir hlýtur að vísu ævinlega að bjóða yfirborðshætti heim. En hins má krefjast að skáld vandi sig, leitist við að sníða hégóma og vífilengjur af ljóði sínu, og því fer allfjarri um Matthías. Opinberasti ágalli Jarðar úr ægi er einmitt ögunar- laus mælgi margra ljóðanna sem kæf- ir erindi þeirra í málalengingum, and- köfum og útúrdúrum; og þótt höfund- ur leiti ýmissa fanga við byggingu verksins brestur það mjög form af

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.