Félagsbréf - 01.10.1962, Page 61

Félagsbréf - 01.10.1962, Page 61
FÉLAGSBRÉF 57 skáldanna. Sumar lítilvægustu bækurn- ar sem út hafa komið nýverið leiði ég hjá mér að ræða; vel má og vera að mér liafi sézt yfir einhverjar þær bæk- ur sem tíðindum sæta. Ég hef aðeins staldrað við nokkrar nýlegar ljóðabæk- ur og reynt að gera mér nokkra grein fyrir vinnubrögðum liöfundanna. við- horfum og viðleúni; og svo ólíkir sem þessir höfundar eru í stefnu og viðhorfum virðist greinilegt tvíþætt samkenni þeirra: annars vegar frelsi frá liefð og formþvingun; hins vegar vandinn að njóta þessa frjálsræðis, efla sér sjálfstætt og nútímalegt ljóð- mál. Allir þessir höfundar leita lausnar þessa vanda; í viðleitni þeirra felst vís- bending um ljóðlist framtíðarinnar. Tilvitnuð ummæli Hannesar Sigfússonar i greininni eru sótt í Birting I, 1958 og III—IV. 1958; Dags Sigurðarsonar í bók hans Milljónaævintýrið, 1960.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.