Félagsbréf - 01.10.1965, Page 14

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 14
leyti um forna sögu og menningararf Ivínverja, en seinni helmingurinn um síð- ustu hundrað árin og þó fyrst og fremst urn síðustu áratugi, sem skipt hafa sköpum í allri þróun Kínverja. Höfundurinn, Loren Fessler, er þaulkunnugur landi og þjóð og hefur fylgzt mjög náið með samtímaþróuninni í Kína, enda hefur hann lagt stund á kínverska sögu, bókmenntir og stjórnmál um árabih Bókina um Kína þýddi Sigurður A. Magnússon rithöfundur, en hún var mán- aðarbók AB í febrúar. Bókin er rúmar 170 blaðsíður að stærð. Texti var prcnt- aður í prentsmiðjunni Odda, en myndirnar voru prentaðar á Ítalíu og bókin bundin þar. Land og lýðveldi I-II eftir dr. Bjarna Benediktsson I þessu tveggja binda riti birtist úrval eða sýnishorn af ritgerðum, ræðum og blaðagreinum frá rösklega 30 ára stjórnmálaferli dr. Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra. Var fyrra bindið mánaðarbók Almenna bókafélagsins í marz, en síðara bindið ágúst-bók þess. Land og lýðveldi er í megindráttum samtímalýsing þeirra viðburða, sem hæsl her í sögu íslands á síðustu áratugum, speglar við- horf þjóðarinnar í sókn og sigrum, en einnig átökin að haki atburðanna. f fyrra bindi ritsins er ein!;um fjallað um þá þætti þjóðmálabaráttunnar, seni að öðrum þræði vita út á við. Þar eru m.a. rakin ýmis sagnfræðileg rök sjálf- stæðisbaráttunnar. í síðara bindinu er að meginhluta rætt um önnur þau mál, sem varða efnahagslega og menningarlega sérstöðu íslendinga, en þar að auki birt- ast þar ritgerðir og minningaþættir um nokkra merka íslendinga. Er ekki að efa, að þeim, sem kynnast vilja grundvallarskoðunum eins áhrifamesta stjorn- málamanns þjóðarinnar á síðustu árum og viðhorfi hans til helztu þjóðmála a því skeiði, verður mikill fengur að þessu verki. Hörður Einarsson hefur búið bæði bindin til prentunar. Fyrra bindið er 287 blaðsíður að stærð, en hið síð- ara 262 bls. Land og lýðveldi var prentað í Víkingsprenti, en Sveinabókbandið annaðist bókband. Klakahöllin eftir Tarjei Vesaas Aprílbók Almenna bókafélagsins var hin fræga bók, Klakahöllin, eftir Norð manninn Tarjei Vesaas í þýðingu Hannesar Péturssonar skálds. Tarjei Vesaas er nú 68 ára að aldri og almennt talinn eitt fremsta sagnaskáld Norðmanna dag. Klakahöllin er eitt merkasta og bezta verk hans, og fyrir hana voru Vesaa 6 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.