Félagsbréf - 01.10.1965, Page 38

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 38
GUÐMUNDUR FRÍMANN Mýrarþoka 1 Á Maríumessu hinni fyrri róa þeir með hana niður fljótið, og drengnum sýnist flatbytnan, sem er lítið Iengri en börurnar, sem hún hvílir á, hverfa inn í víðinesið út og yfir frá bænum. Foreldrarnir horfa líka á eftir henni og sjá hana hverfa, og þau horfa þannig, að hvorugu virðist detta í hug, að hún komi aftur. Það, sem fljótið á annað borð ber til strandar, á ekki afturkvæmt. Þetta er í fyrsta skipti í sögu fljótsins að bát er róið eftir því niður til þorpsins við ósinn. Það er hvítasólskin og landsunnan- átt þennan síðsumardag. En jafnvel, þótt þeyrinn sé hlýr og blandinn megnri heiðaangan segir móðirin á eftir bát- kænunni: Guð gefi, að hann leggi ekki mýrar- þokuna yfir fljótið með kvöldinu. Og æðaberar og kræklóttar hendur henn- ar krossvefjast um hrukkótt og skorp- in brjóstastæðin undir gráu þríhyrn- unni, eins og mýrarþokan sé þegar tekin að næða um hana. Hún segir þetta bara til að segja eitthvað. Hún er vel dúðuð, segir faðirinn og spýtir fram af bakkanum í iðuna. Flatbytnuna hlýtur að hafa borið langvegu með hægum, en þungum straumi fljótsins og fram hjá mörg- um víðinesjum, þegar þau rölta í heimáttina eftir tröðinni, móðirin ör- lítið hvarmarauð og voteygð, kannski vegna kulsins, faðirinn lotinn og und- arlega fjölþreifinn um blöndustrokk- inn og humalinn í traðarveggnum. Drengurinn situr eftir í auðu naust- inu, brúnni vaglskoru í fljótsbakkann og heyrir, hvernig áraglamið fjarlæg- ist smám saman, þar til það hverfur með öllu. Eftir það heyrir hann að- eins rísl vindsins í grasinu, skvolp- hljóð fljótsins undir holbakkanum og örðu hverju einmanalegt baul handan yfir eða væl kjóans ofan af enginu. Það er eins og komið sé fram á haust. Drengurinn í naustinu lætur hugann reika, spyr svarlausra spurninga. Þeir dagar koma stundum í lífi ungra drengja, þegar einskis svars er að vænta, þótt spurt sé endalaust. Þessi Maríumessudagur er einn þeirra. Hvers vegna fóru þeir ekki með hana alfara- leið til þorpsins, hinn óræða og leynd- ardómsfulla veg út með allri fjalls- hlíðinni? Kannski var hlíðarvegurinn, sem allir fóru, of hrjúfur og of krók- óttur, þegar hún á í hlut. Drengurinn 30 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.