Félagsbréf - 01.10.1965, Page 21

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 21
og íslenzk, og varð hann á því sviði mjög afkastamikill höfundur. Hann setti og fram nýstárlegar kenningar um uppruna mannlegs máls og birti rannsóknir sínar um þau efni í nokkrum bókum. Höfuðrit hans mun þó teljast upprunaorðabók sú hin mikla, Islándisches etymo- logisches Wörterhuch, sem út kom í Bern á árunum 1951—56 og er 1400 hls. í stóru broti. 011 þessi vísindastörf dr. Alexanders bera vitni um hugkvæmni hans, djörfung og vinnusemi, þó að vitanlega hafi þau á ýmsan hátt goldið þess, hversu mörgu öðru hann hafði að sinna. Um áratugi hvíldu byggingarmál háskólans að verulegu leyti á hans herðum, og hann átti manna mestan þátt í að skapa honum skilyrði til áframhaldandi vaxtar. 1 öllum þeim efnum sýndi dr. Alexander slíkan stórhug, framsýni og framkvæmdaþrek, að telja má til fádæma, og afrek hans þar skipa honum tvímælalaust á bekk með þeim mönnum, er orðið hafa farsælastir í starfi sínu fyrir land og þjóð á þessari öld. Dr. Alexander var heill og hreinlyndur drengskaparmaður, sem ekki mátti í neinum hlut vamm sitt vita, og öll framkoma hans var mótuð af góðvild, háttvísi og höfðingsbrag. Vinum sínum var hann ljúfur og trölltryggur og allir munu þeir, er höfðu af honum nokkur kynni winnast hans ævilangt af hlýhug og virðingu. Tómas Guðmundsson. KÉLAGSBRÉF 13

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.