Félagsbréf - 01.10.1965, Side 57
nýlátins föður síns, sem hokrið hefur
ekki gefið annað í aðra hönd að ævi-
lokum en 2385.63 kr. verzlunarskuld.
I sögulok tekur Einar Ólafsson frá
Gilsbakka sér far með rútunni að
heiman, en stúlkan hans verður eftir
handan við eylendið. „Og þá vissi
hann þessu var lokið.“
Af þessu má sjá, að þó að 79 af
stöðinni og Land og synir séu hvor
um sig sjálfstæðar sögur, standa þær
í sterkum, rökréttum tengslum livor við
aðra, og sú síðarnefnda gæli vel verið
npphaf þeirrar fyrri. Lhn Land og syni
og tengsl hennar við 79 af stöðinni
hefur Indriði sjálfur sagt í viðlali:
„Hún (þ.e. Land og synir) er stað-
sett í fortíðinni — fyrir stríð. Við get-
um dregið hreinar línur milli tveggja
tímabila með árinu 1939. Eftir stríðið
og hernámið liafa verið allt aðrir tím-
ar og önnur sjónarmið í gildi en á
þeim árum, sem mörkuðust af krepp-
unni og fólki hennar. 79 af stöðinni
fjallar um seinna timabilið, en í báð-
"m bókunum, henni og Landi og son-
uin, — er ég að skrifa um minn tíma
og samtíð okkar, þó að ég liafi byrjað
a seinna tímabilinu og bækurnar séu
Jíví ekki skrifaðar í réttri „krónóló-
gískri“ röð. Hins vegar verða þær ekki
slitnar sundur frekar en þróunin sjálf,
þó að þær fjalli ekki nákvæmlega um
sama fólk og sama tíma. Það hafa sum-
lr haldið, að endirinn á 79 af stöðinni
væn einhvers konar tilviljun eða bók-
nienntaleg slembilukka, en það er ekki
rétt. Mér er fyllilega ljóst, hvað ég
hef verið að skrifa. Land og synir er
m.a. samin til að undirstrika það. í
lienni er fjallað um manninn, sem fer
brott, og af hverju hann fer. Hún er
um aðfarann að brottför manna að
lieiman sem síðan eiga ekki aftur-
kvæmt, — manna eins og Ragnars í 79
af stöðinni. Sú bók var aftur á móti
um þann, sem er farinn brott, ætlar
heim, en kemst ekki, vegna þess að það
hefur aldrei verið nein forsenda fyrir
jiví, að menn sneru aftur til þess tíma,
sem var.“
Um Land og syni gildir hið sama
og 79 af stöðinni: verkið á sér traust-
an, samfélagslegan bakgrunn, sem eyk-
ur jiví gildi, því að fyrir höfundinum
vakir ekki aðeins að segja sögu, heldur
lýsa afdrifaríkum þætti þjóðfélags-
þróunarinnar á ákveðnu árabili á
raunsæan hátt. Grunntónn beggja sagn-
anna er sterkur tregi, en hann er miklu
freniur sprottinn af óumflýjanlegum
samfélagsbreytingum, sem ekki hafa
gerzt sársaukalaust síðustu áratugi, —
af jieirri þolraun kvíða og öryggis-
leysis, sem það kostar að slíta tengslin
við uppruna sinn og umhverfi og reyna
að fóta sig á ný, en af örlögum sögu-
fólksins, því að þau eru út af fyrir sig
ekki merkilegri en margra annarra.
En Land og synir er meira verk og
stærra í sniðum en 79 af stöðinni, —
breidd sögunnar er meiri, og eftir út-
komu hennar er skerfur Indriða G.
Þorsteinssonar til íslenzkra samtíma-
bókmennta orðinn æði þungur á met-
unum.
FÉLAGSBRÉF 45