Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 54

Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 54
haft hefur verið á orði, að enginn ís- lenzkur höfundur hafi lýst eins vel sam- bandi bíls og manns nú á dögum. Það er vafalaust rétt, en þá má um leið hafa í huga, að það samband er bæj- arbúanum nú að öllum líkindum eitt- hvað svipaður þráður og áður tengdi menn og skepnur í önn sveitanna. Margt fleira mætti sjálfsagt tína til, sem sýnir, hve líf og reynsla Indriða stendur í beinu sambandi við skáld- skap hans, en ég vil aðeins bæta því við, hve æskuhéraðið, Skagafjörður, skýtur þar víða upp kollinum, þó að hann sé ekki ævinlega nafngreindur. Hann er sá vettvangur, þar sem inörg mannþing Indriða G. Þorsteinssonar hafa verið háð. Það breytir að vísu engu um gildi eða rúmtak verka hans, þó að Mælifellshnjúkurinn fylgi honum hvert sem hann fer, en það felst eitt- hvað ósvikið, satt og einlægt í þeirri staðreynd, og kannski er eitthvað í sög- um hans sannara þess vegna. Síðasta hugsun Ragnars Sigurðssonar í veg- brúninni fyrir neðan Arnarstapa gæti allt eins átt við um Indriða sjálfan í algildari merkingu: „Samt er það um- beranlegt, því ég veit Hnjúkurinn er þarna og bíður með mér.“ II. Ef bækur Indriða eru skoðaðar í tímaröð, ber fyrst að nefna smásagna- safnið Sæluviku, sem út kom haustið 1951, — sama árið og höfundurinn fór með sigur af hólmi í smásagnasam- keppni Samvinnunnar, 25 ára gamall. Sæluvika hafði að geyma tíu smásögur og varð strax mjög umdeild bók og hlaut misjafna dóma. Flestum mun þykja Blástör bera sem gull af eiri af öðrum sögum, sem þar birtust, þó að hinar níu væru að vísu mjög misgóðar, en Salt í kvikunni hefur mér löngum þótt ganga henni næst. En í heild báru sögurnar því vitni, að höf- undurinn var gæddur ýmsum athyglis- verðum rithöfundarhæfileikum, og margt benti til þess, að af honum mætti síðar vænta meiri og betri verka. Til dæmis mátti sjá það af Sæluviku, að hann hafði næmt auga fyrir umhverfi og öðrum ytri fyrirbærum, þekkti sveitalífið prýðisvel, var gæddur hressilegri kímnigáfu og ófeiminn við tilraunir. Það var mikið af ólgandi, ótömdu fjöri í sögum hans, en fyndni hans og sumar lýsingar, sem báru stundum dálítinn keim af ungæðisleg- um stráksskap, fóru í taugarnar a mörgum, þótt aðrir létu sér vel líka og fyndist óhætt að blása hressilega úr nös. Stíll sagnanna var á margan hatt nýstárlegur, en sundurleitur og ósam- kvæmur sjálfum sér. Þess vegna voru flestar sögurnar of „hráar“ og sýndu, að höfundurinn hefði mátt beita sjálf- an sig meiri aga og vanda vinnubrögð sín meira. En augljóst var, að með Indriða yrði vert að fylgjast. Snemma árs 1955 kom svo út fyrri skáldsaga Indriða, 79 af stöðinni, og skipaði honum ótvírætt í hóp efnileg- ustu samtímahöfunda okkar. Efnisþráð hennar er óþarfi að rekja, en hún var 42 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.