Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 55

Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 55
sprottin beint upp úr daglegu lífi líð- andi stundar og gerðist í afar kunnug- legu umhverfi, sögusviðið var þröngt og vel afmarkað, og höfundurinn þekkti skákborðið og taflmenn þess af eigin raun. Sagan var full af lífi og hreyf- ingu og mannlýsingarnar skýrar og sannfærandi, þó að þær væru ekki margorðar. 79 af stöðinni var sann- ferðug skuggsjá íslenzks nútímalífs og speglaði nokkra þætti þess á minnis- verðan liátt með skírskotun til þekktra og hversdagslegra hluta. ffún er ekki löng og gerist á stuttum tíma, — einu sumri, og lýsir fyrst og fremst daglegu lífi, ástum, örlögum og hversdagsvanda- málum nokkurra einstaklinga. Aðal- persónan er leigubílstjóri af kynslóð Indriða G. Þorsteinssonar, ættaður úr Skagafirði og fluttur til Reykjavíkur, en leitar aftur í átthagana, þegar lífið fyrir sunnan er komið í hnút, — sveitamaður til bókarloka. En þó að 79 af stöðinni sé fyrst og fremst stutt saga úr lífi fárra einstaklinga, fær hún annað og meira gildi, af því að mörg atvik hennar eru tákn sérstakra, tíma- bundinna þjóðfélagsfyrirbæra, og höf- undinum er aðalatriði „að lýsa þjóð- lífinu almennt á vissu árabili,“ án þess að fella um það nokkurn dóm eða benda mönnum á einhvern einan og sannan veg. Indriði G. Þorsteinsson talar ekki mikið um þjóðfélagið sem slíkt í sögum sínum, en veruleiki þess, eins og liann birtist á líðandi stund °g í athöfnum manna, er þeim ósvikin ^jolfesta og gildisauki. 79 af stöðinni er vel byggð upp, og hún var skrifuð á Ijósu og eðlilegu máli, sem féll vel að anda hennar og efni. Stíllinn var nýstárlegur, hraður og hnit- miðaður, og bókin bar þess öll merki, að höfundurinn var farinn að beita sig miklum aga og hafði unnið söguna vel. Vinnubrögð hans við smásögurnar í Sæluviku og 79 af stöðinni voru eins og svart og hvítt. En það fór ekki milli mála af hverjum Indriði hafði lært og hvaða „skóla“ hann dáði. Og þó að sagan fengi hjá mörgum góða dóma, fékk hún einnig nokkra mjög slæma, og helzti ásteytingarsteinninn var sá, að höfundurinn stældi Hem- ingway og jafnvel þýðingar á bókum lians. Það var sagt, að hann kynni ekki að skrifa á íslenzku, og hvíti hest- urinn í Mælifellshnjúknum ætti sér fyrirmynd í Fönnunum á Kilimanjaro, þó að ár eftir ár taki einn skafl- inn í fjallinu á sig hestsmynd, þegar farið er að þiðna, og hafi verið bænd- um í framanverðum Skagafirði slík staðreynd lið fram af lið, að þá segja þeir fyrst óhætt að fara skreiðarferð suður Kjöl, þegar hvíti hesturinn er farinn í sundur um bógana. Svo ein- föld er sagan um hann. Margt fleira var bókinni og höfundi hennar fundið til foráttu, en ég skal játa, að ég hef aldrei getað skilið réttmæti þeirra á- sakana. Á köflum var ættarmótið mjög áberandi, en mörgum sást yfir það af einhverjum ástæðum, að annars staðar var stíllinn aðeins stíll Indriða, og hann fór þar á kostum. Miklu fremur FÉLAGSBRÉF 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.